Á flótta

Bylgja hælisleitenda frá Bandaríkjunum

19.8. Hermenn eru uppteknir við að setja viðargólf, lýsingu og hita í tjöld í Quebec-héraði í Kanada í nágrenni við landamærin að Bandaríkjunum. Þar hafa verið settar upp flóttamannabúðir fyrir hælisleitendur frá Bandaríkjunum. Meira »

56 drukknuðu eftir að vera hent í sjóinn

10.8. 56 manns hið minnsta hafa drukknað sl. sólarhring eftir að smyglarar skipuðu 300 afrískum flóttamönnum og hælisleitendum að yfirgefa báta sína, skammt undan strönd Jemens. Meira »

Hentu 180 manns fyrir borð

10.8. Að minnsta kosti fimm flóttamenn drukknuðu og 50 er saknað eftir að smyglarar skipuðu 180 flóttamönnum að fara frá borði skammt frá Jemen. Í gær drukknuðu 29 flóttamenn við svipaðar aðstæður. Meira »

„Rasismi í boði ríkisins“

8.8. Franskur áfrýjunardómstóll þyngdi dóm yfir bónda sem var í undirrétti dæmdur til að greiða sekt fyrir að aðstoða flóttamenn yfir landamæri Ítalíu. Var Cédric Herrou dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag. Meira »

Sitja sveitt við framburðaræfingar

6.8. Þau sitja sveitt við framburðaræfingar á bökkum Bassin de la Villette-skurðarins í París. Franskt u er ekki auðvelt að bera fram og má heyra Ooh frá ungmennunum sem eru að læra frönsku á heitum sumardegi í París. Meira »

Umfjöllun fjölmiðla einhliða

25.7. Þýskir fjölmiðlar voru ekki nægjanlega gagnrýnir í umfjöllun sinni um flóttamannavandann árið 2015, samkvæmt nýrri skýrslu. Í henni segir m.a. að fjölmiðlar fjölluðu ekki um stefnu Angelu Merkel kanslara með gagnrýnum hætti, né gáfu þeir lögmætum áhyggjum venjulegs fólks vegna hins umfangsmikla aðflutnings gaum. Meira »

Frakkar taka á ólöglegum innflytjendum

12.7. Áætlað er að stytta biðtíma hælisumsókna í Frakklandi, fjölga húsnæði fyrir flóttafólk og vísa ólöglegum innflytjendum úr landi. Þetta segir Edou­ard Philippe, forsætisráðherra Frakklands. Meira »

„Öllum sama hvort þú lifir eða deyrð“

5.7. „Við flýjum vegna fátæktar,“ segir Ali. „Við flýjum vegna þess að hér bíður okkar ekkert.“ Ali segir þetta ástæðuna fyrir því að hann ákvað að leggja í hættuför frá heimalandinu Síerra Leóne til Líbíu og þaðan til Evrópu. Flóttaleiðin er kölluð „Temple Run“ meðal innfæddra. Meira »

Flýja öfgar í veðri

5.7. Kaldhæðni örlaganna hefur komið því þannig fyrir að þjóðir þeirra landa sem minnsta ábyrgð bera á loftslagsbreytingum eru þær sem þjást mest af þeirra völdum. Þjóðir sem skilja eftir sig örsmátt kolefnisfótspor verða þær fyrstu til að finna fyrir öfgafullum veðurfarsbreytingum s.s. flóðum og þurrkum með tilheyrandi uppskerubresti, gripafelli og skorti á hreinu vatni. Meira »

Milljónir barna á vergangi

5.7. Meira en sjö milljónir barna eru á vergangi í vestur- og miðhluta Afríku. Flest eru þau á flótta undan ofbeldi, fátækt og loftslagsbreytingum. Þau eiga þess ekki kost að yfirgefa hamfara- og ólgusvæði fyrir fullt og allt og leita betra lífs í Evrópu. Meira »

Samkomulag um aukinn stuðning

3.7. Frakkar, Ítalir og Þjóðverjar hafa komist að samkomulagi um að setja sér siðareglur um hjálparstofnanir sem eru með björgunarbáta að störfum á Miðjarðarhafi. Meira »

Aðstoðaði elskhugann yfir Ermarsund

27.6. Fyrrverandi stuðningsmaður frönsku Þjóðfylkingarinnar sleppur við refsingu fyrir að hafa aðstoðað íranskan elskhuga sinn við að komast yfir Ermarsund, frá Frakklandi til Bretlands. Beatrice Huret, 44 ára, var fundin sek um að aðstoða Mokhtar, sem hún kynntist í flóttamannabúðunum í Calais, með því að kaupa fyrir hann 100.000 króna bát og hjálpa honum að komast frá Frakklandi í skjóli nætur. Meira »

Ferðaðist 230 km undir rútu

26.6. Drengur ferðaðist að minnsta kosti 230 km frá Marokkó til Spánar hangandi undir hópferðabifreið. Ferðalag drengsins þykir til marks um örvæntingu þeirra sem leggja allt undir til að komast til Evrópu. Meira »

Tvö þúsund flóttamenn drukknað

20.6. Talið er að tæplega tvö þúsund flóttamenn hafi drukknað á leið sinni yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greinir frá þessu en í dag er Alþjóðlegi flóttamannadagurinn. Meira »

900 bjargað úr sökkvandi gúmmíbát

17.6. Strandgæsla við Líbíu bjargaði ríflega 900 flóttamönnum af afrískum og asískum uppruna í tilraun þeirra til að komast yfir Miðjarðarhafið og yfir til Evrópu. Á meðal þeirra sem var bjargað voru 25 börn og 98 konur þar af voru nokkrar barnshafandi. Meira »

600 manns bjargað við stendur Spánar

16.8. Spænska landhelgisgæslan bjargaði í dag nærri 600 hælisleitendum sem lögðu leið sína yfir hafið á milli Marokkó og suðurströnd Spánar. Fólkið kom á 15 bátum og einni sæþotu. Meira »

Fleiri reyna við sjóleiðina til Spánar

10.8. Útlit er fyrir að flóttafólki og hælisleitendur sem koma sjóleiðina til Spánar muni fjölga enn frekar í ár og að hópurinn verði jafnvel enn fjölmennari en sá sem kemur á landi í Grikklandi. Þetta kemur fram í nýjustu tölum IOM, alþjóðlegrar stofnunar fólksflutninga. Meira »

Eiga á hættu að vera nauðgað þrisvar

9.8. „Konur vita að þær eiga á hættu að verða nauðgað að minnsta kosti þrisvar sinnum áður en þær komast til Evrópu,“ segir Meron Estefanos, sænsk-erítreskur aðgerðarsinni um fólksflóttann frá Erítreu til Evrópu. Mörg börn flýja einsömul og verða fyrir margvíslegu ofbeldi á flóttanum. Meira »

Krefjast rannsóknar á andláti

7.8. MannréttindasamtökinAmnestyInternational kröfðust þess í dag að fram fari sjálfstæð rannsókn á dauða flóttamanns í búðum ástralskra stjórnvalda á Papúa Nýja-Gíneu. Segja samtökin að hægt hafi verið að koma í veg fyrir andlát hans. Meira »

178 bjargað úr tengivagni

30.7. Yfirvöld í Mexíkó björguðu í gær 178 flóttamönnum frá Mið-Ameríku úr tengivagni í ríkinu Veracruz. Meðal fólksins voru konur og börn, en fólkið hefur fengið tímabundið skjól í bænum Tantima, um 643 km frá landamærunum að Bandaríkjunum. Meira »

Íhuga að veita þúsundum áritanir

19.7. Stjórnvöld á Ítalíu íhuga að veita tugþúsundum flóttamanna tímabundnar vegabréfsáritanir þannig að þeim verði frjálst að ferðast til annarra Evrópusambandslanda. Meira »

Þröngvað inn í myrkan heim mansals

6.7. Hélène er aðeins fjórtán ára en hún hefur gengið í gegnum hrylling sem ekkert barn ætti að þurfa að þola.   Meira »

Þrettán ára lagði ein á flótta

5.7. Í þorpi í Kamerún er hin þrettán ára gamla Elizabeth að gera sig klára fyrir skóladaginn. Henni gengur vel í náminu og dreymir um að verða læknir. Hún ólst upp í Mið-Afríkulýðveldinu en missti móður sína í borgarastyrjöldinni og ákvað að leggja ein á flótta. Meira »

Misþyrmdu Malik á flóttanum

5.7. „Ég var barinn með prikum, með járnrörum og keðju af mótorhjóli. Á hverjum degi börðu þeir mig og kröfðust peninga,“ segir Malik, sextán ára, er hann rifjar upp meðferðina sem hann hlaut af hendi mannræningja er hann gerði tilraun til að flýja frá Gambíu til Evrópu. Meira »

100 þúsund flóttamenn til Evrópu

4.7. Yfir eitt hundrað þúsund flóttamenn hafa flúið yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Af þeim hafa 2.247 látist á flóttanum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Meira »

Urðu fyrir áreiti í útrýmingarbúðum

27.6. Múslimskar stelpur sem fóru í námsferð til Póllands segja að þær hafi orðið fyrir miklum fordómum heimamanna. Fjórar þeirra sem urðu fyrir hvað mestu áreiti gengu með höfuðklúta. Meira »

Ást við fyrstu sýn í búðunum

27.6. Réttarhöld hófust yfir franskri konu í dag sem er sökuð um að hafa veitt írönskum flóttamanni aðstoð við að komast yfir Ermarsund til Bretlands. Meira »

Báru ábyrgð á dauða 71 manns

21.6. Réttarhöld yfir ellefu mönnum hefjast í Ungverjalandi í dag en mennirnir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 71 flóttamanns í í flutn­inga­bíl á hraðbraut í Aust­ur­ríki. Fólkið hafði kafnað fljót­lega eft­ir að hafa farið inn í kæligám bíls­ins í Ung­verjalandi fyrir tæpum tveimur árum. Meira »

65,6 milljónir á flótta

19.6. Fjöldi þeirra sem þvingaðir hafa verið á flótta vegna stríðs, ofbeldis og ofsókna var sá mesti sem nokkru sinni hefur verið skráður árið 2016, samkvæmt skýrslu sem Flóttamannastofnun SÞ gaf út í dag. Meira »

Fundu 44 látna í eyðimörkinni

1.6. Að minnsta kosti 44 flóttamenn, þeirra á meðal börn, hafa fundist látnir í eyðimörkinni í norðurhluta Níger. Fólkið var á leið til Líbíu þegar bifreið þeirra bilaði. Meira »