Hryðjuverk í París

Tíu handteknir í sameiginlegum aðgerðum

7.11. Svissneska og franska lögreglan hefur handtekið tíu manns í sameiginlegum aðgerðum gegn hryðjuverkamönnum. Fólkið er á aldrinum 18-60 ára og var handtekið víðvegar um Frakkland og í svissneska bænum Menton, skammt frá ítölsku landamærunum. Meira »

Samþykkja nýja hryðjuverkalöggjöf

18.10. Franska þingið hefur samþykkt umdeilda hryðjuverkalöggjöf sem veitir yfirvöldum varanlega heimild til að framkvæmda leitir, loka bænhúsum og takmarka ferðafrelsi, svo eitthvað sé nefnt. Meira »

Auka varnir við Eiffel-turninn

18.9. Unnið er nú að því að auka hryðjuverkavarnir við Eiffel-turninn í Paris og er m.a. verið að setja skothelt gler upp í kringum turninn, sem er einn vinsælasti ferðamannastaður í heimi. Kostnaðurinn við að setja upp skothelt gler umhverfis garðinn sem umlykur Eiffel-turninn er um 30 milljónir evra. Meira »

Rannsakað sem hryðjuverk

9.8. Hryðjuverkadeild skrifstofu saksóknara í París hefur tekið yfir rannsóknina á atvikinu síðan í morgun þar sem bifreið var ekið inn í hóp hermanna í úthverfi Parísar. Meira »

Ók á miklum hraða í átt að fólkinu

30.6. Maðurinn sem reyndi að keyra inn í hóp múslima við mosku í úthverfi Parísar, Creteil, í gærkvöldi keyrði á miklum hraða upp á gangstéttina en stöplar sem eiga að koma í veg fyrir að bílum sé lagt upp á gangstéttinni komu í veg fyrir að hann næði að keyra á fólkið. Meira »

18 vígamenn dæmdir í Frakklandi

23.6. Liðsmenn fransks vígahóps voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir árás á matvörubúð gyðinga árið 2012. Átján hlutu dóm en tveir voru sýknaðir. Þyngsti dómurinn var 28 ára fangelsi. Meira »

Fjórir úr fjölskyldunni í haldi

20.6. Franska lögreglan hefur handtekið fjóra úr fjölskyldu mannsins sem ók á lögreglubifreið við Champs-Elysées breiðgötuna í París síðdegis í gær. Meira »

Vopnaður maður ók á lögreglubíl

19.6. Bíl var ekið á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Elysees í París. Sprenging varð í fyrrnefnda bílnum við áreksturinn. AFP-fréttastofan greinir frá því að sá sem ók á lögreglubílinn hafi verið vopnaður. Meira »

Seldi upptökur af hryðjuverkaárás

30.5. Franskur dómstóll hefur dæmt framkvæmdastjóra pizzastaðar til að greiða um 2,2 milljónir króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa afhent breska götublaðinu Daily Mail upptökur af árás hryðjuverkamanna í París í nóvember 2015. Meira »

Tíu í haldi vegna árásar í París

26.4. Tíu manns, þar af maður sem er grunaður um vopnasölu, eru í haldi í tengslum við rannsókn á árás á matvöruverslun gyðinga í París árið 2015. Meira »

„Reiðar eiginkonur" mótmæltu í París

22.4. Hundruð manna tóku þátt í mótmælagöngu sem var skipulögð af eiginkonum lögreglumanna í París. Markmiðið var að sýna lögreglunni stuðning eftir að einn lögreglumaður var drepinn á breiðgötunni Champs Elysee í París. Meira »

Fundu kóran og haglabyssu í bílnum

21.4. Árásarmaðurinn sem varð lögreglumanni að bana við Champs Elysees-breiðgötuna í gærkvöldi, hét Karim Cheurfi að sögn franskra fjölmiðla. Handskrifað bréf þar sem Ríki íslams er lofað fannst nálægt þeim stað sem hann féll og eintak af kóraninum, haglabyssa og hnífar voru í bíl hans. Meira »

Hafði áður reynt að myrða lögreglu

21.4. Árás­armaður­inn, sem myrti einn lögreglumann og særði tvo til viðbótar á Champs Elysees-breiðgötunni í París í gærkvöldi, var að sögn AFP-fréttastofunnar 39 ára gamall Frakki sem hlaut fimm ára fangelsisdóm árið 2005 fyrir þrefalda morðtilraun árið 2001. Meira »

Lögreglumaður skotinn til bana

20.4. Einn lögreglumaður lést og annar er særður eftir skotárás í miðborg Parísar í kvöld. Árásarmaðurinn var skotinn til bana. Árásin átti sér stað í Champs Elysees breiðstrætinu og hefur svæðinu verið lokað. Meira »

Felldu hættulegasta hryðjuverkamann Frakka

15.2. Hættulegasti hryðjuverkamaður Frakklands, Rachid Kassim, er látinn. Kassim lést í loftárás í Írak og hefur það verið staðfest með lífsýnarannsókn. Meira »

Er Jihad í lagi en ekki Nutella?

24.10. Ákæruvaldið í Frakklandi stendur nú frammi fyrir þeirri spurningu hvort það sé ásættanlegt að nefna barn Jihad, þegar fjöldi fólks hefur látið lífið í hryðjuverkaárásum sem framdar hafa verið undir borða „heilags stríðs“. Meira »

Fimm í haldi vegna sprengjufundar í París

3.10. Franska lögreglan handtók um helgina fimm manns, þar af einn sem er á lista yfir mögulega hryðjuverkamenn, í París. Fólkið var handtekið eftir að heimatilbúin sprengja fannst í einu af fínasta hverfi borgarinnar. Meira »

Ökuníðingurinn handtekinn

9.8. Franska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa ekið inn í hóp hermanna í úthverfi Parísar í morgun. Sex hermann slösuðust, þar af tveir alvarlega. Meira »

Ók inn í hóp hermanna

9.8. Bifreið var ekið inn í hóp hermanna á vakt í úthverfi Parísar, Levallois-Perret, um átta leytið í morgun. Sex hermenn eru slasaðir þar af tveir alvarlega. Meira »

Reyndi að aka á fólk við mosku í París

29.6. Maður hefur verið handtekinn í París eftir að hafa reynt að aka bifreið inn í hóp fólks fyrir utan mosku í úthverfinu Creteil. Að sögn lögreglu sakaði engan. Ekki liggur fyrir hvað manninum gekk til en hann lenti á tálmum sem reistir höfðu verið fyrir utan bænahúsið. Meira »

Mörg vopn fundust á heimilinu

20.6. Franska lögreglan hefur fundið að minnsta kosti níu vopn á heimili mannsins sem ók á lögreglubíl á breiðgötunni Champs-Elysees í París í gær. Meira »

Árásarmaðurinn í París látinn

19.6. Maðurinn sem ók á lögreglubíl við breiðgötuna Champs-Elysees í París er látinn. Þetta staðfesti innanríkisráðherra Frakklands. Meira »

Giftist látnum lögreglumanni

31.5. Kærasti samkynhneigðs lögreglumanns sem var skotinn til bana af öfgamanni á breiðgötunni Champs-Elysees í París hefur gifst honum. Meira »

DNA-sýni fannst á byssu Cheurfi

20.5. Franska lögreglan hefur ákært 23 ára gamlan mann fyrir brot á hryðjuverkalögum. DNA-sýni mannsins fannst á byssu Karim Cheurfi, sem skaut einn lög­reglu­mann í höfuðið og særði tvo til viðbótar auk þýsks ferðamanns áður en lögreglan felldi hann. Árásin átti sér stað í apríl. BBC greinir frá. Meira »

Minntust látins lögreglumanns

25.4. Frönsku forsetaframbjóðendurnir Emmanuel Macron og Marine Le Pen tóku þátt í minningarathöfn til heiðurs lögreglumanninum sem var skotinn til bana við breiðgötuna Champs Elysees í París. Meira »

Afplánaði 12 ár fyrir árásir á lögreglu

21.4. Byssumaðurinn sem skaut lögreglumann til bana í miðborg Parísar í gær hafði setið meira en 12 ár í fangelsi fyrir að skjóta að lögreglu. Þá var hann til rannsóknar hjá öryggisyfirvöldum. Karim Cheurfi var fangelsaður fjórum sinnum á árunum 2001-2014 fyrir morðtilraunir, ofbeldi og rán. Meira »

Herða öryggisaðgerðir fram að kosningum

21.4. Yfirvöld í Frakklandi segja öryggisviðbúnað vegna fyrri umferðar forsetakosninganna, sem fram fara í landinu á sunnudag, vera mikinn. Einn lögreglumaður lést og tveir slösuðust í skotárás sem beint var gegn lögreglumönnum á Champs Elysees í gærkvöldi og þykir árásin varpa skugga á kosningarnar. Meira »

Árásarmaðurinn var undir eftirliti

20.4. Tveir forsetaframbjóðendur hyggjast fresta síðustu kosningfundum sínum sem áttu að vera á morgun vegna árásarinnar á Champs Elysees-breiðgötunni í París í kvöld. Árásarmaðurinn var undir eftirliti lögreglunnar vegna gruns um hryðjuverk. Meira »

„Við erum öll heppin að vera á lífi“

18.3. „Þið eruð öll afar hugrökk, þið ættuð að vera stolt af ykkur,“ sagði Vilhjálmur Bretaprins þegar hann og eiginkona hans Katrín Middleton heimsóttu eftirlifendur hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember 2015. Meira »

Hryðjuverkahópur handtekinn

10.2. Franska hryðjuverkalögreglan hefur handtekið fjóra, þar á meðal 16 ára gamla stúlku, í Montpellier vegna gruns um að undirbúa hryðjuverkaárás. Í Nice hefur verið ákveðið að breyta um gönguleið á hátíð í borginni í næstu viku. Er þetta í fyrsta skipti sem ekki er gengið um Promenade des Anglais. Meira »