Jemen

Hörmungar af mannanna völdum

19.9. Á annað þúsund börn hafa látist í Jemen frá því átök brutust þar út fyrir þremur árum. Milljónir eru á vergangi og ástæðan er ekki náttúruhamfarir heldur hörmungar af mannanna völdum. Meira »

Missti alla fjölskylduna í loftáras

27.8. Ungri stúlku var bjargað úr húsarústum eftir loftárás sem gerð var í Sanaa, höfuðborg Jemen, á föstudaginn. Hún var sú eina í fjölskyldu sinni sem lifði af þegar sprengju var varpað á heimili hennar. Meira »

Kólerufaraldurinn breiðist hratt út

10.7. Að minnsta kosti 300 þúsund manns hafa sýkst af kóleru á síðustu 10 vikum í Jemen. Daglega greinast um sjö þúsund ný tilfelli. Ástandið er sagt óviðráðanlegt. Þetta staðfestir alþjóðadeild Rauða krossins. Meira »

Kólera breiðist hratt út

23.6. Kólerufaraldur hefur brotist út í hinu stríðshrjáða og fátæka ríki Jemen og er óttast að meira en 300 þúsund íbúar verði sýktir af sjúkdómnum í ágúst. Í dag er talið að um 193 þúsund hafi smitast af kóleru. Meira »

Kólerutilfellum fjölgar um 10.000 á 3 dögum

31.5. Kólerutilfellum í Jemen hefur fjölgað um 10.000 á síðustu þremur sólarhringum og er nú talið að 65.300 manns séu með sjúkdóminn. Rúmlega 1.000 börn leita þá til heilsugæslustöðva í landinu á degi hverjum vegna niðurgangs og að minnsta kosti 532 hafa farist úr kóleru síðasta mánuðinn, þar af 109 börn. Meira »

Óttast kólerufaraldur í Jemen

7.5. Grunur leikur á að í það minnsta 570 manns hafi smitast af kóleru í hinu stríðshrjáða landi Jemen á síðustu þremur vikum. Mannúðarsamtökin Læknar án landamæra óttast faraldur. Meira »

„Þá mun fólk deyja úr hungri“

11.4. Sameinuðu þjóðirnar vara við vaxandi hættu á stráfelli hungraðra íbúa Sómalíu, Suður-Súdans, Jemen og Nígeríu. Langvarandi þurrkar og stríðsátök hafa orsakað matvælaskort og hungursneyð á sumum svæðum. Meira »

Hætta á hungursneyð í fjórum löndum

10.4. Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og að auki eru Jemen, Nígería og Sómalía á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ. Meira »

Hnepptu hjálparstarfsmenn í gíslingu

1.4. Uppreisnarmenn í Jemen hafa tekið sjö starfsmenn hjálparsamtaka í gíslingu. Um er að ræða starfsfólk International Medical Corps. Meira »

Herða árásir í Jemen

29.3. Fjórir menn sem taldir eru tilheyra hryðjuverkasamtökum al-Qaeda, létust í loftárás í suðurhluta Jemen í dag, að því er öryggissveitir í landinu segja. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að herða á loftárásum sínum í þessu stríðshrjáða landi. Meira »

Nærist um slöngu vegna stríðs

27.3. Eins árs gömul stúlka, Khawla Mohammed að nafni, liggur í rúmi á sjúkrahúsi í Sanaa, höfuðborg Jemen. Slanga hefur verið tengd inn í nef hennar. Hún þjáist af vannæringu en glímir einnig við sýkingu í brjóstholi svo hún á erfitt með að draga andann. Meira »

Skutu 33 flóttamenn til bana

17.3. Að minnsta kosti 33 sómalskir flóttamenn, karlar, konur og börn, voru skotnir til bana á Rauðahafi í gær, samkvæmt upplýsingum frá Jemen. Meira »

Senda 16,5 milljónir til Jemen

13.3. Rauði krossinn á Íslandi tók í dag ákvörðun um að senda um 16,5 milljónir króna til Jemen í neyðaraðstoð vegna alvarlegs fæðuskorts. Jemen er það ríki sem býr við hvað verst mannúðarástand í heiminum öllum, en ástandið þar hefur ekki verið mikið til umfjöllunar undanfarið. Meira »

43 létust í Jemen

24.2. Alls hafa um 43 látist í sjálfsmorðsárásum og átökum milli uppreisnarmanna og stjórnarliða í Jemen í dag. Átta létust við herstöð í Sansibar í Jemen þegar vélhjól sprakk í loft upp í sjálfsmorðsárás. Meira »

Sérsveitarmenn réðust á liðsmenn al-Qaeda

29.1. Bandarískir sérsveitarmenn eru sagðir hafa fellt yfir 40 liðsmenn al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í Jemen. Nokkrar Apache-herþyrlur tóku þátt í aðgerðunum sem áttu sér stað í héraðinu al-Baida sem er í miðhluta landsins. Meira »

Ekkert lát á kólerufaraldrinum

13.9. Talið er að um 850 þúsund manns muni smitast af kóleru sem geisar í hinu stríðshrjáða landi Jemen í lok þessa árs. Fyrr á árinu var talið að hópurinn yrði ekki svona stór heldur um 600 þúsund en nú þegar eru þeir sem hafa smitast af kóleru orðnir 647 þúsund. Meira »

Kólera breiðist út á ógnarhraða

23.7. Óttast er að meira en 600 þúsund manns muni smitast af kóleru í Jemen í ár. Þetta segir alþjóðanefnd Rauða krossins. Heilbrigðiskerfi landsins er í molum eftir áralangt blóðugt borgarastríð. Meira »

Dæma um vopnasölu Breta

10.7. Undirréttur í Bretlandi mun í dag kveða upp úrskurð um það hvort vopnasala breskra stjórnvalda til Sádi-Arabíu sé lögleg. Dómstóllinn mun ákvarða hvort bresk yfirvöld hafi átt að hætta vopnasölunni, þar sem landið er í stríði við Jemen. Meira »

Fatímusjóður gefur tæpar níu milljónir

14.6. Fulltrúar Fatimusjóðsins afhentu UNICEF á Íslandi 8,6 milljóna króna framlag sem rennur til stríðshrjáðra barna í Jemen. Hluti upphæðarinnar er afrakstur skákmaraþons Hrafns Jökulssonar og Hróksins. Jóhanna Kristjónsdóttir, stofnandi Fatímu-sjóðsins, safnaði framlögum fyrir börn í neyð allt þar til yfir lauk en hún lést í síðasta mánuði. Meira »

Kólera og hungursneyð

9.5. Þrjátíu og fjórir hafa látist af völdum fylgikvilla kóleru í Jemen og fleiri en 2.000 eru taldir hafa veikst af sjúkdómnum á síðustu tveimur vikum, að sögn talsmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Meira »

Ástandið í Jemen orðið „óbærilegt“

25.4. Um 75% íbúa Jemen þurfa nauðsynlega á hjálp að halda og 25% íbúanna þurfa matargjafir hið fyrsta. Sjö milljónir búa við verulegt fæðuóöryggi og þurfa matargjafir samstundis og tvær milljónir barna eru alvarlega vannærðar. „Það stefnir í hreinar hörmungar,“ segir Robert Mardini hjá Rauða Krossinum. Meira »

Fjörutíu féllu á einum sólarhring

10.4. Átök á jörðu niðri og loftárásir í suðvesturhluta Jemen urðu meira en fjörutíu að bana, þar á meðal óbreyttum borgurum, á einum sólarhring. Meira »

Báðust afsökunar á eggjakasti

2.4. Bretland hefur beðist afsökunar fyrir að eggi hafi verið kastað í sádiarabískan herforingja sem var í heimsókn í London. Þetta herma fréttir í Sádi-Arabíu. Meira »

Asni ber bóluefni til barnanna

29.3. Að bólusetja börn fyrir lífshættulegum sjúkdómum mitt í hörðum átökum getur verið áskorun. Á síðustu vikum hafa heilbrigðisstarfsmenn með bóluefni við lömunarveiki að vopni, farið víða um Jemen, yfir víglínur stríðandi fylkinga, um hrjóstrugt landslag, niður í dali og yfir fjöll, til að ná til barna sem mörg hver eru á vergangi vegna borgarastríðsins. Meira »

Hvað gengur á í Jemen?

28.3. Í tvö ár hefur hrikaleg borgarastyrjöld geisað í Jemen, einu fátækasta ríki heims. Milljónir hafa lagt á flótta, þúsundir hafa fallið og tugþúsundir særst. En hvað gengur eiginlega á? Er von til þess að stríðinu ljúki í bráð og þar með þjáningum heillar þjóðar? Meira »

Barn deyr á tíu mínútna fresti

27.3. Þúsundir barna eru í bráðri lífshættu í Jemen. Grafreitir eru yfirfullir af litlum, ómerktum gröfum. Á tíu mínútna fresti deyr að minnsta kosti eitt barn í landinu af völdum vannæringar og sjúkdóma. Allt eru þetta dauðsföll sem hægt væri að koma í veg fyrir. Meira »

Hundruð barna hafa örkumlast

14.3. Um 7.700 manns hafa fallið í borgarastríðinu í Jemen frá því að bandamenn, með Sádi-Araba í broddi fylkingar, hófu afskipti af því fyrir tveimur árum. Meðal fallinna eru 1.564 börn. Meira »

1.500 barnahermenn í Jemen

28.2. Um 1.500 börn hafa frá árinu 2015 verið látin gegna hermennsku í stríðinu í Jemen. Flest eru börnin í röðum uppreisnarhóps Húta. Meira »

Útfarargestir urðu fyrir loftárás

16.2. Átta konur og eitt barn létust í loftárás í nágrenni höfuðborgar Jemen í nótt. Hinir látnu voru gestir í jarðarför. Tíu konur til viðbótar særðust í árásinni. Meira »

Óttast hungursneyð í Jemen

27.1. Yfirmaður mannúðar- og neyðarhjálpar hjá Sameinuðu þjóðunum segir að ástandið í Jemen sé skelfilegt, en þar ríkir neyðarástand og óttast hann hungursneyð í landinu á þessu ári. Meira »