Ríki íslams

Kalífadæmið komið að fótum fram

17.11. Hersveitir Írakshers tóku í dag bæinn Rawa sem var síðasti bærinn í Írak sem var á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Á sama tíma verjast vígamenn samtakanna í síðasta bænum sem þeir hafa haft á valdi sínu í Sýrlandi, Albu Kamal. Meira »

Hundruð líka í stórri fjöldagröf

11.11. Fjöldagröf með líkamsleifum að minnsta kosti 400 manns fannst á dögunum í nágrenni bæjarins Hawija í norðurhluta Íraks sem var áður á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Talið er að þarna séu á ferðinni líkamsleifar fórnarlamba samtakanna. Meira »

Réðust á Ríki íslams í Sómalíu

3.11. Bandaríski herinn gerði drónaárásir á vígamenn Ríkis íslams í Sómalíu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin ráðast gegn hryðjuverkasamtökunum í landinu. Meira »

Felldu borgara í hundraðavís

2.11. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams tóku 741 óbreyttan borgara af lífi í orrustunni um írösku borgina Mósúl, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Umsátrið um borgina stóð í níu mánuði. Sameinuðu þjóðirnar segja að Ríki íslams hafi framið „alþjóðlega glæpi“ á þessu tímabili. Meira »

Náðu spítala á sitt vald í Raqqa

17.10. Hersveitir, sem njóta stuðnings Bandaríkjahers, hafa náð ríkisspítalanum í Raqqa á sitt vald en vígasveitir Ríkis íslams eru smátt og smátt að missa yfirráðin yfir borginni sem áður var þeirra helsta vígi í Norður-Sýrlandi. Meira »

Hvíta ekkjan látin

12.10. Talið er fullvíst að Sally Jones, sem þekkt er undir heitinu hvíta ekkjan, hafi látist ásamt tólf ára gömlum syni sínum í loftárás Bandaríkjahers á landamærum Sýrlands og Írak í júní. Þetta hefur hins vegar ekki fengist staðfest. Meira »

„Mama Jihad“ fær 10 ára dóm

6.10. Dómstóll í Frakklandi hefur dæmt franska konu í 10 ára fangelsi fyrir „staðfasta skuldbindingu“ við jíhad; heilagt stríð. Konan ferðaðist þrisvar til Sýrlands til að styðja son sinn, sem fluttist þangað til að berjast með hryðjuverkasamtökunum Ríki íslam. Meira »

Sigur fyrir fórnarlömb Ríkis íslams

22.9. Mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney hefur fyrir hönd skjólstæðings síns, Nadiu Murad, sem var meðal annars tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels, krafist þess að réttvísin nái fram að ganga og vígamönnum Ríkis íslams verði refsað fyrir brot sín gagnvart jasídum. Meira »

Undir árás í baráttunni við Ríki íslams

16.9. Sýrlenska lýðræðissveitin (SDF), er nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og berst gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, sakar Rússa um að hafa varpað sprengjum á hermenn sína í dag. Meira »

Tólf féllu í árásinni

25.8. Tólf manns fórust í sjálfsmorðssprengju- og skotárásinni sem var gerð á mosku síta-múslima í afgönsku höfuðborginni Kabúl.  Meira »

Tugir látnir í loftárásum á Raqqa

22.8. Tugir almennra borgara hafa látist í loftárásum Bandaríkjahers og bandamanna á sýrlensku borgina Raqqa undanfarna tvo daga. Borgin hefur verið undir stjórn vígasamtakanna Ríkis íslams í meira en þrjú ár. Meira »

Sjö hjálparstarfsmenn skotnir til bana

12.8. Óþekktir árásarmenn skutu til bana sjö meðlimi hjálparsamtakanna Hvítu hjálmanna í Sýrlandi snemma í morgun í áhlaupi á bækistöðvar þeirra í norðvesturhluta Sýrlands. Bækistöðvarnar eru staðsettar í bænum á Sarmin sem er á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Meira »

Hryðjuverk að undirlagi Ríki íslams

4.8. Menn sem fylgdu skipunum frá vígasamtökunum Ríki íslams reyndu að granda farþegaþotu Etihad Airways með því að koma sprengju fyrir á grunlausum farþega vélarinnar. Þeir ætluðu sér einnig að fremja árás með eiturgasi, að sögn áströlsku lögreglunnar. Meira »

Þrif sonarins vöktu grunsemdir

2.8. Móðir tvítugs bresks hermanns sem hafði barist með Kúrdum í Sýrlandi en skaut sig til bana frekar en að verða tekinn til fanga af vígasveitum Ríkis íslams, segist hafa farið að gruna að eitthvað væri í gangi með son sinn þegar hann þreif herbergið sitt. Meira »

Unglingsstúlka ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás

26.7. 17 ára unglingsstúlka hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás með hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Stúlkan var í samskiptum við einn vígamanna hryðjuverkasamtakanna og var að skipuleggja að taka á móti vopnum til að stýra árás í Bretlandi. Meira »

25.673 létust í hryðjuverkaárásum

15.11. Alls létust 25.673 í hryðjuverkaárásum í heiminum í fyrra. Það er fækkun annað árið í röð en alls eru dauðsföllin 22% færri í fyrra en árið 2014. Árásir eru gerðar í fleiri löndum en áður en ekki jafn mannskæðar, samkvæmt alþjóðlegu hryðjuverkavísitölunni, Global Terrorism Index (GTI). Meira »

82 útlendingar handteknir í Tyrklandi

10.11. Tyrkneska lögreglan hefur handtekið 82 útlendinga sem ætluðu sér að fara yfir landamærin til Sýrlands en fólkið er grunað um að tengjast vígasamtökunum Ríki íslams. Meira »

22 ára dæmdur í 22 ára fangelsi

3.11. Heittrúaður 22 ára gamall Ástrali var í dag dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir að undirbúa hryðjuverkaárásir í Sydney.  Meira »

Ríki íslams tók 116 manns af lífi

23.10. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams tóku 116 manneskjur af lífi sem voru grunaðar um að hafa starfað með sýrlenskum stjórnvöldum í bænum Al-Qaryatiain fyrr í þessum mánuði. Stjórnarherinn náði eftir það bænum á sitt vald. Meira »

Írakar ná bænum Sinjar á sitt vald

17.10. Íraksher hefur náð bænum Sinjar á sitt vald en flestir íbúarnir þar eru jazídar og Kúrdar. Hersveitir Kúrda höfðu ráðið yfir bænum frá árinu 2014. Meira »

Ætluðu að fremja hryðjuverk í New York

7.10. Þrír karlmenn hafa verið handteknir vegna gruns um að þeir hafi ætlað að framkvæma hryðjuverkaárásir í New York í Bandaríkjunum, m.a. á Times Square og í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Mennirnir eru sagðir hafa ætlað að fremja ódæðið í nafni Ríkis íslams. Meira »

Á ekki afturkvæmt til Íraks

30.9. Mohammed Salam al-Taie kom heldur óvenjulega leið til Íslands þar sem hann kom hingað frá Kína. Þar hafði hann búið í nokkur ár. Ekki var óhætt fyrir hann að snúa aftur til Íraks og því sá hann tvo kosti í stöðunni. Sækja um alþjóðlega vernd í Kanada eða Íslandi. Meira »

Hyggjast senda börn vígamanna úr landi

18.9. Stjórnvöld í Írak hafa ákveðið að flytja 500 eiginkonur og 800 börn bardagamanna Ríkis íslams úr landi. Fólkið var handtekið í Mósúl, höfuðvígi hryðjuverkasamtakanna í Írak, þegar íraskar hersveitir náðu borginni aftur á sitt vald í júlí sl. Meira »

Drápu „Stríðsráðherrann“

8.9. Rússnesk yfirvöld greindu frá því í dag að nokkrir yfirmenn herafla vígasamtakanna Ríkis íslams hafi verið drepnir í loftárásum á Deir Ezzor borg. Meðal þeirra eru menn sem ganga undir nöfnunum „Emírinn af Deir Ezzor“ og „Stríðsráðherrann“. Meira »

Vígamönnum fækkar en árásum fjölgar

22.8. Þrátt fyrir aukið mannfall í röðum vígamanna hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hefur árásum þeirra fjölgað. Guardian segir samtökin hafa lagað sig að breyttum aðstæðum með því að hveta einstaklinga í auknum mæli til að standa einir að árásum, svonefndum „lone wolf“-árásum. Meira »

Stakk lögreglumann til bana

13.8. Lögreglumaður var stunginn til bana í Istanbúl í Tyrklandi af grunuðum meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams.  Meira »

Flýja skelfinguna í Raqqa

9.8. Sawsan Karapetyan og fjölskylda hennar hafa árum saman búið við ótta enda ein af fáum kristnum íbúum Raqqa, helsta vígi vígasamtakanna Ríki íslams í Sýrlandi. Í gær tókst þeim að flýja. Meira »

Dönsk stúlka berst með Ríki íslams

3.8. Nítján ára gömul dönsk stúlka var í gær ákærð fyrir að hafa gengið til liðs við vígasamtökin Ríki íslams og að hafa fengið frænku sína til þess að gera hið sama. Stúlkan var ekki viðstödd fyrirtöku málsins í héraðsdómi Glostrup þar sem hún er stödd í Sýrlandi. Meira »

Umsátur um sendiráð Íraks í Kabúl

31.7. Afganskar öryggissveitir skiptust á skotum við byssumenn í kjölfar sjálfsvígsárásar fyrir utan íraska sendiráðið í Kabúl í morgun. Sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við hlið sendiráðsins í hverfinu Shar-e-Naw en þrír aðrir menn réðust inn á lóðina í kjölfarið. Meira »

Sextán ára „brúður Ríkis íslams“ í haldi

22.7. Sextán ára þýsk stúlka, sem grunuð erum að hafa gengið til liðs við vígamenn Ríkis íslams í Írak, var handtekin í Mósúl í síðustu viku. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar. Meira »