Ríki íslams

Stakk lögreglumann til bana

13.8. Lögreglumaður var stunginn til bana í Istanbúl í Tyrklandi af grunuðum meðlimi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams.  Meira »

Flýja skelfinguna í Raqqa

9.8. Sawsan Karapetyan og fjölskylda hennar hafa árum saman búið við ótta enda ein af fáum kristnum íbúum Raqqa, helsta vígi vígasamtakanna Ríki íslams í Sýrlandi. Í gær tókst þeim að flýja. Meira »

Dönsk stúlka berst með Ríki íslams

3.8. Nítján ára gömul dönsk stúlka var í gær ákærð fyrir að hafa gengið til liðs við vígasamtökin Ríki íslams og að hafa fengið frænku sína til þess að gera hið sama. Stúlkan var ekki viðstödd fyrirtöku málsins í héraðsdómi Glostrup þar sem hún er stödd í Sýrlandi. Meira »

Umsátur um sendiráð Íraks í Kabúl

31.7. Afganskar öryggissveitir skiptust á skotum við byssumenn í kjölfar sjálfsvígsárásar fyrir utan íraska sendiráðið í Kabúl í morgun. Sjálfsvígsárásarmaður sprengdi sig í loft upp við hlið sendiráðsins í hverfinu Shar-e-Naw en þrír aðrir menn réðust inn á lóðina í kjölfarið. Meira »

Sextán ára „brúður Ríkis íslams“ í haldi

22.7. Sextán ára þýsk stúlka, sem grunuð erum að hafa gengið til liðs við vígamenn Ríkis íslams í Írak, var handtekin í Mósúl í síðustu viku. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar. Meira »

Trump fagnar sigrinum í Mósúl

10.7. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, óskaði Írökum til hamingju með sigurinn í Mósúl í Írak. Hann segir jafnframt að sigurinn merki að „dagar Ríkis íslams séu taldir“ í Írak og Sýrlandi. Hann sagði jafnframt að þennan árangur mætti þakka alþjóðlegu samstarfi við íraska öryggisherinn með liðsstyrk Bandaríkjanna. Meira »

Írakar lýsa yfir sigri í Mosúl

9.7. Hai­der al-Aba­di, forsætisráðherra Íraks, er kominn til Mosúl til að óska Íraksher til hamingju með sigurinn gegn liðsmönnum hins svokallaða Ríkis íslams. Meira »

Þrjú þúsund öfgafullir ofbeldismenn í Svíþjóð

3.7. Um tvö þúsund öfgafullir íslamistar eru búsettir í Svíþjóð að sögn yfirmanns sænsku öryggislögreglunnar (Säpo), Anders Thornberg. Þetta er tíföldun á innan við áratug. Meira »

Handtaka Dana í aðdaganda gleðigöngu

1.7. Yfirvöld á Spáni hafa handtekið Dana sem grunaður er um að hafa barist með vígamönnum Ríkis íslam í Sýrlandi. Mikill viðbúnaður er á Spáni í dag vegna WorldPride-göngunnar sem fer fram í Madríd. Gert er ráð fyrir að allt að tvær milljónir manna taki þátt í gleðinni. Meira »

Ríki íslams nær landsvæði til baka

30.6. Hið svokallaða Ríki íslams hefur náð til baka landsvæði í borginni Raqqa í Sýrlandi. Sýrlenska lýðræðissveitin og bandamenn höfðu náð yfirráðum í Al-Senaa hverfinu en hafa nú misst svæðið til hryðjuverkasamtakanna. Meira »

Sex vígamenn handteknir í Evrópu

28.6. Sem grunaðir liðsmenn Ríkis íslams voru handteknir í Evrópu í morgun í sameiginlegum aðgerðum lögreglu undir stjórn spænsku lögreglunnar. Meira »

Nályktin fyllir vitin

25.6. Gjörónýtar byggingar. Haugar af braki og rotnandi lík á víð og dreif. Engu er líkara en að plágur gamla testamentisins hafi herjað á gamla borgarhlutann í Mosúl í Írak, þar sem stjórnarherinn berst við vígamenn Ríkis íslams. Meira »

Baráttunni um Mosúl að ljúka?

22.6. Vígasveitir Ríkis íslams sprengdu í gær upp mosku og bænaturn í Mosúl í Írak þar sem leiðtogi samtakanna, Abu Bakr al-Baghdadi, lýsti yfir kalífadæmi sínu árið 2014. Meira »

Harðir bardagar í Mósúl

18.6. Harðir bardagar hafa geisað í og við borgina Mósúl í Írak, en íraskar hersveitir hófu í dag aðgerðir til að ná aftur hluta borgarinnar sem hið svonefnda Ríki íslams hefur ráðið lögum og lofum. Meira »

Segja að 180 vígamenn hafi fallið

17.6. Rússnesk yfirvöld segja að um 180 liðsmenn Ríkis íslams hafi fallið í loftárásum landsins í Sýrlandi, þar á meðal tveir hershöfðingjar. Meira »

Sjö hjálparstarfsmenn skotnir til bana

12.8. Óþekktir árásarmenn skutu til bana sjö meðlimi hjálparsamtakanna Hvítu hjálmanna í Sýrlandi snemma í morgun í áhlaupi á bækistöðvar þeirra í norðvesturhluta Sýrlands. Bækistöðvarnar eru staðsettar í bænum á Sarmin sem er á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Meira »

Hryðjuverk að undirlagi Ríki íslams

4.8. Menn sem fylgdu skipunum frá vígasamtökunum Ríki íslams reyndu að granda farþegaþotu Etihad Airways með því að koma sprengju fyrir á grunlausum farþega vélarinnar. Þeir ætluðu sér einnig að fremja árás með eiturgasi, að sögn áströlsku lögreglunnar. Meira »

Þrif sonarins vöktu grunsemdir

2.8. Móðir tvítugs bresks hermanns sem hafði barist með Kúrdum í Sýrlandi en skaut sig til bana frekar en að verða tekinn til fanga af vígasveitum Ríkis íslams, segist hafa farið að gruna að eitthvað væri í gangi með son sinn þegar hann þreif herbergið sitt. Meira »

Unglingsstúlka ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás

26.7. 17 ára unglingsstúlka hefur verið ákærð fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás með hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Stúlkan var í samskiptum við einn vígamanna hryðjuverkasamtakanna og var að skipuleggja að taka á móti vopnum til að stýra árás í Bretlandi. Meira »

Hvað verður um Ríki íslams?

12.7. Stjórnarher Íraks fagnaði sigri yfir vígamönnum Ríkis íslams í Mósúl á sunnudag. Eftir margra mánaða átök hafa samtökin misst yfirráð sín yfir borginni. Það sama er að gerast í höfuðvígi þeirra í Sýrlandi, Raqqa. En hvað þýðir þetta? Er Ríki íslams að líða undir lok? Meira »

Fagnar sigrinum í Mósúl

9.7. Forsætisráðherra Íraks, Haider al-Abadi, heimsótti Mosúl til að fagna sigri Írakshers gegn Riki íslams. Hann hefur nú lýst því yfir að borgin sé laus úr ánauð og lýst yfir sigri gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki íslams. Meira »

Herinn við það að ná Mósúl á sitt vald

8.7. Varnir liðsmanna hins svokallaða Ríkis íslams falla hratt í borginni Mósúl í Írak og búist er við að íraskir hermenn muni ná henni á sitt vald innan nokkurra klukkustunda. Meira »

Herinn hefur náð stærstum hluta Mosúl

2.7. Stærstur hluti Mosúl-borgar er nú undir yfirráðum stjórnarhersins og er nú unnið að því að hrekja hryðjuverkasamtökin Ríki íslams úr írösku borginni. Meira »

Vígamenn hafa yfirgefið Aleppo

30.6. Vígasveitir Ríkis íslams hafa yfirgefið Aleppo-hérað í Sýrlandi, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights. Meira »

Ólíklegt að „kalífadæmið“ lifi árið

29.6. Ríki íslam hafa tapað meira en 60% af því landsvæði sem þau höfðu á valdi sínu og 80% af tekjum sínum. Þetta kemur fram í greiningu IHS Markit. Samtökin lýstu yfir „kalífadæmi“ á stórum svæðum í Írak og Sýrlandi 29. júní 2014, sem varð til þess að bandalag var myndað til að stöðva framrás þeirra. Meira »

Gerðu árás á vefi Ohio-ríkis

26.6. Loka þurfti nokkrum vefsíðum á vefjum yfirvalda í Ohio-ríki í gær þar sem tölvuþrjótar höfðu brotist inn á þær og komið þar fyrir áróðri vígasamtakanna Ríkis íslams. Meira »

Enn dýpka sár stríðshrjáðs lands

22.6. Eyðilegging vígamanna á bænaturni í Mosúl dýpkar enn sár stríðshrjáðs lands, segir yfirmaður UNESCO, Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, Irina Bokova. Meira »

Tveir blaðamenn létust í Mósúl

20.6. Tveir fréttamenn létust þegar jarðsprengja sprakk í borginni Mósúl í Írak í gær. Annar var franskur ríkisborgari og hinn íraskur. Harðir bar­dag­ar hafa geisað í og við Mósúl síðustu daga í tilraunum írask­ra her­sveita til að ná aft­ur hluta borg­ar­inn­ar sem Ríki íslams hef­ur á valdi sínu. Meira »

Ráðast inn í gömlu borgina í Mosúl

18.6. Íraskar hersveit hafa ráðist inn í gömlu borgina í Mosúl þar sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams ráða ríkjum.  Meira »

Ríki íslams lýsir yfir ábyrgð

16.6. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á morði á ísraelskri lögreglukonu við Damaskus-hliðið í Jerúsalem. Konan var stungin til bana. Meira »