Sýrland

Mannskæð árás þrátt fyrir vopnahlé

10:05 Að minnsta kosti átta borgarar létu lífið, þar af fjögur börn, í loftárás Sýr­lands­hers á Ghuouta sem er svæði utan við höfuðborg­ina Dam­askus í Sýrlandi þrátt fyrir að vopna­hléi hafi verið lýst yfir síðastliðinn laugardag. Um 30 manns eru særðir eftir árásina. Meira »

Sumarhitinn sjóðandi í Sýrlandi

22.7. Eftir að hafa loks losnað undan yfirráðum Ríkis íslams og þeim ofbeldisverkum sem þeim fylgdu standa íbúar borgarinnar Raqqa nú frammi fyrir öðrum óvini: Gríðarlegum sumarhita. Meira »

Fullnaðarsigri brátt lýst yfir í Mosúl

8.7. Stjórnvöld í Írak munu brátt lýsa yfir fullnaðarsigri í baráttunni um að endurheimta borgina Mosúl úr greipum Ríkis íslams. Þetta segir Robert Sofge, hershöfðingi Bandaríkjastjórnar. Meira »

Lék með Johnny Depp og berst nú í Sýrlandi

6.7. Breski leikarinn Michael Enright, sem m.a. lék með Johnny Depp í myndinni Pirates of the Carribbean, tekur nú þátt í sókninni að sýrlensku borginni Raqqa, sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, hafa á valdi sínu. Meira »

Forseti Sýrlands á nýjum seðli

3.7. Seðlabanki Sýrlands hefur gefið út nýjan 2.000 punda seðil og skartar hann andliti forseta landsins, Bashar al-Assad. Þetta er í fyrsta skipti sem Assad er settur á seðil. Meira »

Níu létu lífið í sjálfsmorðsárás

2.7. Að minnsta kosti níu létu lífið og 15 særðust í sjálfsmorðsárás í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag.  Meira »

Loftárás gerð á óbreytta borgara

28.6. Að minnsta kosti 30 óbreyttir borgarar eru taldir hafa látist í loftárás á Deir Ezzor hérað í austurhluta Sýrlands, fyrr í dag. Um er að ræða svæði sem hryðjuverkasamtökin ríki íslams hafa tekið yfir í landinu. AFP fréttastofan greinir frá. Meira »

Önnur efnavopnaárás í undirbúningi

27.6. Bandarísk yfirvöld telja að verið sé að undirbúa aðra efnavopnaárás í Sýrlandi og hafa varað þarlend yfirvöld við afleiðingunum ef slík árás verður gerð. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu virðist undirbúningurinn vera svipaður og þegar efnavopnaárás var gerð á þorp í landinu í apríl. Meira »

Nýr og hættulegur kafli að hefjast

20.6. Nýr kafli er hafinn í stríðinu í Sýrlandi. Hermenn tveggja fylkinga, uppreisnarmanna annars vegar og stjórnarhersins hins vegar, keppast nú um að ná yfirráðum í austurhluta landsins, m.a. borginni Raqqa, höfuðvígi Ríkis íslams í landinu. Meira »

Tveggja daga vopnahlé í Daara

17.6. Sýrlenski herinn hefur lýst yfir 48 klukkustunda vopnahléi í borginni Daara í suðurhluta landsins. Harðir bardagar hafa geisað þar síðustu daga. Meira »

Fordæma loftárásir Bandaríkjamanna

19.5. Stjórnvöld í Sýrlandi og Rússlandi hafa fordæmt loftárásir Bandaríkjahers og bandamanna þeirra Sýrlandsmegin við landamæri Jórdaníu. Sagði í yfirlýsingu sýrlenskra stjórnvalda þetta vera „óskammfeilna árás á sveitir sem berðust gegn hryðjuverkum.“ Meira »

Segja stjórnvöld reka líkbrennsluofn til að losa sig við ummerki um fjöldamorð

15.5. Stjórnvöld í Sýrlandi starfrækja líkbrennsluofn í herfangelsinu Saydnaya til að útrýma líkamsleifum þúsunda fanga sem hafa verið myrtir. Þessu halda bandarísk stjórnvöld nú fram en myndir af meintum líkbrennsluofni eru frá 2015. Meira »

Lífstíðarfangelsi fyrir dráp á 20 hermönnum

11.5. Hælisleitandi hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi í Austurríki en hann var fundinn sekur um að hafa drepið 20 manns í Sýrlandi. Meira »

Semja um brottflutning frá Damaskus

7.5. Samningaviðræður hafa staðið yfir í dag um að koma uppreisnarmönnum og fjölskyldum þeirra frá hverfum í Damaskus. Þetta herma heimildir AFP-fréttastofunnar innan úr herbúðum stjórnarhersins. Meira »

Halda áfram árásum utan sérstöku svæðanna

5.5. Samkomulag um sérstök svæði í Sýrlandi, þar sem draga á úr spennu, tekur gildi á miðnætti í kvöld. Rússneski flugherinn mun þó halda áfram árásum sínum gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, alls staðar annars staðar í Sýrlandi að sögn rússneska utanríkisráðuneytisins. Meira »

Gerðu árásir þrátt fyrir vopnahlé

23.7. Sýrlandsher gerði loftárásir á eitt helsta vígi uppreisnarmanna skammt frá Damaskus í dag, degi eftir að vopnahléi var lýst yfir á svæðum í landinu. Meira »

Hefur kostað Sýrlendinga 23.700 milljarða

10.7. Stríðið í Sýrlandi hefur kostað efnahag landsins 226 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur tæpum 23.700 milljörðum íslenskra króna að mati Alþjóðabankans. Rúmlega 320.000 manns hafa látið lífið í stríðinu síðan það hófst í mars 2011. Þá hefur meira en hálf þjóðin þurft að leggjast á flótta vegna átakanna. Meira »

Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi

7.7. Rússland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um vopnahlé í Suður-Sýrlandi sem hefjast mun á sunnudag. Þetta segir utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, á blaðamannafundi í Hamborg. Meira »

Rússar samþykkja ekki friðarsvæði

5.7. Ekkert miðaði í viðræðum Rússa, Tyrkja og Írana um frið í Sýrlandi í Astana í Kasakstan þegar seinni umferð viðræðna hófst í dag. Í þeim var áhersla lögð á að útfæra áætlun um fjögur sérstök öryggissvæði í landinu. Meira »

Fjöldi látinna hækkar í Damaskus

2.7. Tala látinna eftir sjálfsmorðsárás í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, er komin upp í 18. Þetta er blóðugasta árás á höfuðborgina í marga mánuði. Meira »

Vígamenn hafa yfirgefið Aleppo

30.6. Vígasveitir Ríkis íslams hafa yfirgefið Aleppo-hérað í Sýrlandi, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights. Meira »

Rússar fordæma hótanir Bandaríkjamanna

27.6. Rússar fordæma hótanir Bandaríkjanna gagnvart stjórnvöldum í Sýrlandi eftir að fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins,SeanSpicer, sagði að ef forseti Sýrlands,Bashar al-Assad, myndi fyrirskipa aðra efnavopnaárás þyrfti hann að gjalda þess dýru verði. Meira »

Ísrael gerði loftárás á Sýrland

24.6. Herflugvélar frá Ísrael gerðu í dag loftárásir í Sýrlandi eftir að tíu eldflaugum var skotið þaðan á Gólanhæðirnar sem hernumdar eru af Ísraelsher. Gerðu herflugvélarnar meðal annars árás á tvo skriðdreka á vegum sýrlenska stjórnarhersins í norðurhluta hæðanna. Meira »

Skaut niður sýrlenska herflugvél

18.6. Bandarísk herþota skaut niður sýrlenska herflugvél sem bandarísk stjórnvöld fullyrða að hafi gert árás á bandamenn í baráttu þeirra við liðsmenn hins svonefnda Ríkis íslams í Sýrlandi. Meira »

Hersveitir ráðast inn í Raqa

6.6. Sýrlenskar hersveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjamanna segjast hafa brotið sér leið inn fyrir ystu varnarlínu Ríkis íslams í borginni Raqa í Sýrlandi. Meira »

Neita ásökunum um líkbrennsluofn

16.5. Ríkisstjórn Sýrlands hefur staðfastlega neitað því að hafa notað líkbrennsluofna til að losa sig við ummerki um fjöldamorð. Bandarísk stjórnvöld halda þessu fram en mynd­ir af meint­um lík­brennslu­ofni eru frá 2015. Meira »

23 óbreyttir borgarar létust

15.5. Að minnsta kosti 23 óbreyttir borgarar létu lífið í árás í borginni Albu Kamal í Sýrlandi í dag. Banda­lag Kúrda og ar­ab­ískra her­manna með stuðningi ríkisstjórnar Bandaríkjanna gerði árásina í tilraun sinni til að uppræta vígasamtökin Ríki íslams. Meira »

Trump vopnavæðir Kúrda

9.5. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur samþykkt að vopnavæða Kúrda til að berjast gegn Ríki íslams í Sýrlandi. Kúrdar munu reyna að ná borginni Raqqa á sitt vald úr klóm Ríki íslam Meira »

Gáfu drengnum nafnið Justin Trudeau

7.5. Sýrlenskir flóttamenn sem fengu hæli í Kanada hafa komið þakklæti sínu á framfæri með því að nefna nýfæddan son sinn Justin Trudeau í höfuðið á forsætisráðherra Kanada. Meira »

Pútín og Trump sammála um örugg svæði

3.5. Stjórnvöld í Rússlandi, Bandaríkjunum, Tyrklandi, Íran og Sýrlandi eru nærri því að ná samkomulagi um „örugg svæði“ í Sýrlandi sem eiga að auka möguleika á að vopnahlé haldi. Þetta hefur BBC eftir Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem segir að öll flugumferð ætti að vera bönnuð yfir öruggu svæðunum. Meira »