Sýrland

Búnir að ná Raqqa á sitt vald

Í gær, 19:05 Sýrlenskar hersveitir sem njóta stuðnings Bandaríkjahers hafa náð borginni Raqqa á sitt vald. BBC segir þar með hafa verið bundin enda á þriggja ára stjórnartíð hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í borginni, en hún var lengi eitt þeirra helsta vígi í Sýrlandi. Meira »

Viðræður standa yfir í Raqqa

11.10. Viðræður eru uppi um að óbreyttir borgarar sem eru fastir í sýrlensku borginni Raqqa komist þaðan í burtu heilir á húfi.  Meira »

11 íbúar í Idlib létust

8.10. Að minnsta kosti 11 manns létust þar á meðal tvö börn og yfir 20 manns særðust í loftárás á markað í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands í dag. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Stjórnarherinn ber ábygð á árásinni, að sögn mannréttindasamtaka Sýrlands. Meira »

Mæðgur myrtar í Istanbúl

22.9. Sýrlenskar mæðgur, sem voru áberandi í baráttunni gegn stjórnvöldum í heimalandinu, fundust látnar í íbúð sinni í Istanbúl í Tyrklandi. Meira »

Hæfðu efnavopnaframleiðslu

7.9. Ísraelskar herþotur hæfðu herstöð sýrlenska hersins í vesturhluta Sýrlands í nótt. Fréttir hafa borist um að meðal annars hafi ísraelski herinn skotið niður efnavopnaframleiðslu sýrlenskra stjórnvalda. Meira »

Stjórnvöld drápu 83 í árásinni

6.9. Stjórnvöld í Sýrlandi bera ábyrgð á efnavopnaárásinni sem gerð var á sýrlenska þorpið Khan Sheikhun í apríl. Tugir þorpsbúa létust í árásinni, þar af fjölmörg börn. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar gerðu á árásinni. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Eid

3.9. „Ég hef ekki hitt fjölskyldu mína í meira en ár,“ segir sýrlenski flóttamaðurinn, Mohamed Hajj Steifi, sem einn þeirra 40 þúsund sýrlensku flóttamanna sem fengu að fara yfir landamærin frá Tyrklandi til þess að fagna fórnarhátíð múslíma Eid al-Adha í heimalandinu. Meira »

Sjaldgæf sjón í Sýrlandi

1.9. Óvanaleg sjón blasti við íbúum Qara í Qalamun-héraði í Sýrlandi í morgun þegar forseti landsins, Bashar al-Assad, mætti við föstudagsbæn við upphaf Eid al-Adha-hátíðarinnar. Frá því stríðið braust út í Sýrlandi árið 2011 hefur Assad varla stigið fæti út úr höfuðborginni, Damaskus. Meira »

64 fallið í árásum í Raqqa

30.8. Alls hafa 64 manns fallið í átökum í héraðinu Raqqa í Sýrlandi á milli hersveita sýrlenskra stjórnvalda og vígamanna Ríkis íslams á einum sólahring. Meira »

Tugir látnir í loftárásum á Raqqa

22.8. Tugir almennra borgara hafa látist í loftárásum Bandaríkjahers og bandamanna á sýrlensku borgina Raqqa undanfarna tvo daga. Borgin hefur verið undir stjórn vígasamtakanna Ríkis íslams í meira en þrjú ár. Meira »

Óttast um öryggi flóttafólks á landamærum

14.8. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir „miklum áhyggjum“ af öryggi tæplega 50.000 Sýrlendinga sem eru strandaglópar í eyðimörkinni á landmærum Sýrlands og Jórdaníu. Talið er að um 4.000 manns séu nú föst við landamærin í Hadalat og 45.000 manns, aðallega konur og börn, séu föst við landamærin í Rukban. Meira »

Vopnahlé í Homs

3.8. Samkomulag hefur náðst um vopnahlé í Homs-héraði í Sýrlandi í morgun. Stjórnarherinn og stjórnarandstaðan komust að samkomulagi um að gera hlé á átökum frá og með klukkan 12 að staðartíma, klukkan 9 að íslenskum tíma. Rússar stýrðu viðræðum milli stríðandi fylkinga, segir í tilkynningu. Meira »

Mannskæð árás þrátt fyrir vopnahlé

25.7. Að minnsta kosti átta borgarar létu lífið, þar af fjögur börn, í loftárás Sýr­lands­hers á Ghuouta sem er svæði utan við höfuðborg­ina Dam­askus í Sýrlandi þrátt fyrir að vopna­hléi hafi verið lýst yfir síðastliðinn laugardag. Um 30 manns eru særðir eftir árásina. Meira »

Sumarhitinn sjóðandi í Sýrlandi

22.7. Eftir að hafa loks losnað undan yfirráðum Ríkis íslams og þeim ofbeldisverkum sem þeim fylgdu standa íbúar borgarinnar Raqqa nú frammi fyrir öðrum óvini: Gríðarlegum sumarhita. Meira »

Fullnaðarsigri brátt lýst yfir í Mosúl

8.7. Stjórnvöld í Írak munu brátt lýsa yfir fullnaðarsigri í baráttunni um að endurheimta borgina Mosúl úr greipum Ríkis íslams. Þetta segir Robert Sofge, hershöfðingi Bandaríkjastjórnar. Meira »

100 liðsmenn Ríkis íslams gefast upp

14.10. Tugir liðsmanna hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams í sýrlensku borginni Raqqa hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring. Hersveitir sem Bandaríkjamenn styðja reyna nú sína lokatilraun til að endurheimta borgina. Meira »

Rússar segja Bandaríkjamenn þykjast berjast við ISIS

10.10. Rússnesk yfirvöld saka Bandaríkjamenn um að „þykjast berjast“ við hryðjuverkasamtökin ISIS í Sýrlandi og Írak. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að Bandaríkjamenn hafi dregið úr loftárásum sínum til þess að „leyfa“ vígamönnum samtakanna að streyma inn í Sýrland. Meira »

Er Sýrland að gleymast?

23.9. Stríðið í Sýrlandi hefur tekið nýja stefnu í kjölfar þess að ljóst er að vígasamtökin Ríki íslams eru að missa yfirráðin í tveimur helstu vígum sínum í landinu. Meira »

Undir árás í baráttunni við Ríki íslams

16.9. Sýrlenska lýðræðissveitin (SDF), er nýtur stuðnings Bandaríkjamanna og berst gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams, sakar Rússa um að hafa varpað sprengjum á hermenn sína í dag. Meira »

„Hvað er að gerast?“

6.9. Stríðshrjáðir Sýrlendingar fögnuðu innilega í leikslok eftir 2:2-jafntefli karlalandsliðs þeirra í knattspyrnu gegn Íran í gær. Úrslitin þýða að liðið mætir Ástralíu í umspili um hvort liðið leik­ur síðan gegn fjórða liði Norður-Am­er­íku um end­an­legt sæti á HM 2018 í Rússlandi. Meira »

Tveir rússneskir hermenn féllu

4.9. Tveir rússneskir hermenn féllu í skotbardaga við vígamenn Ríkis íslams í héraðinu Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands.  Meira »

Vilja breytta stjórnskipan án Assad

1.9. Frakkar vilja breytta stjórnskipan í Sýrlandi án forsetans Bashar al-Assad. „Við getum ekki byggt upp frið með Assad við völd,“ sagði Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherra Frakklands, í útvarpsviðtali. Meira »

Lífs eða liðnir?

30.8. Ekkert er vitað hversu margra er saknað í Sýrlandi né heldur hversu margir þeirra hafa horfið frá því stríðið braust út í kjölfar friðsamlegra mótmæla í mars 2011. Mannréttindavaktin hvetur til þess að fram fari sjálfstæð rannsókn á örlögum þeirra þúsunda sem hafa horfið sporlaust. Meira »

Tugir þúsunda Sýrlendinga á heimleið

28.8. Tugir þúsunda Sýrlendinga sem flúðu til Tyrklands vegna sýrlensku borgarastyrjaldarinnar hafa snúið aftur til heimalandsins tímabundið til að fagna trúarhátíð múslima. Meira »

Ljónum bjargað frá Aleppo

15.8. Dýraverndunarsamtök sendu fulltrúa sína til Aleppo í Sýrlandi nýverið til að sækja dýr í yfirgefnum dýragarði í borginni.  Meira »

Kjöti skipt út fyrir sveppi í umsátri

13.8. Það er mikill raki í herberginu þar sem Abu Nabil skoðar perluhvíta sveppi sem vaxa í hvítum plastsekkjum sem hanga niður úr loftinu. Ostrusveppina nýta íbúar sýrlenska bæjarins Douma nú til matargerðar í stað kjöts, sem skortur hefur verið á vegna umsátursástands undanfarinna ára. Meira »

Rifjar upp hryllinginn í Raqa

30.7. Islam Mitat er 23 ára tveggja barna móðir. Lífi hennar var snúið á hvolf þegar Ahmed, eiginmaður hennar til þriggja ára, neyddi hana til að flytja með sér til Sýrlands þar sem hann gerðist vígamaður hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Meira »

Gerðu árásir þrátt fyrir vopnahlé

23.7. Sýrlandsher gerði loftárásir á eitt helsta vígi uppreisnarmanna skammt frá Damaskus í dag, degi eftir að vopnahléi var lýst yfir á svæðum í landinu. Meira »

Hefur kostað Sýrlendinga 23.700 milljarða

10.7. Stríðið í Sýrlandi hefur kostað efnahag landsins 226 milljarða Bandaríkjadala eða því sem nemur tæpum 23.700 milljörðum íslenskra króna að mati Alþjóðabankans. Rúmlega 320.000 manns hafa látið lífið í stríðinu síðan það hófst í mars 2011. Þá hefur meira en hálf þjóðin þurft að leggjast á flótta vegna átakanna. Meira »

Sömdu um vopnahlé í Suður-Sýrlandi

7.7. Rússland og Bandaríkin hafa náð samkomulagi um vopnahlé í Suður-Sýrlandi sem hefjast mun á sunnudag. Þetta segir utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, á blaðamannafundi í Hamborg. Meira »