Venesúela

Ráðist á kjósendur í Venesúela

17.7. Rúmar sjö milljónir kjósenda hafa nú tekið þátt í óformlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur staðið fyrir. Byssumenn á mótorhjólum urðu í gær að bana konu sem beið í röð á kjörstað Meira »

Hátt í 500 pólitískir fangar

4.7. Herdómstóll Venesúela hefur ákært 27 háskólanemendur fyrir uppreisn gegn stjórnvöldum. Háskólanemendurnir voru handteknir á sunnudaginn síðastliðinn í UPEL-háskólanum í borginni Maracay eftir mótmæli gegn stjórn­ar­hátt­um Nicolás Maduro, for­seta lands­ins, sem hóf­ust í apríl. Meira »

Ótti og glundroði í Venesúela

28.6. Svo að unnt sé að átta sig á ástandinu í Venesúela þarf aðeins að horfa til atburðarásarinnar í gær í borginni Maracay í norðurhluta landsins. Þar fer múgur ránshendi um göturnar og skilur eftir sig tómar verslanir og sært fólk. Meira »

Samfélag að rifna á saumunum

18.6. „Viltu hafa hlutina einfalda? Hafðu þá þetta, helvítið þitt,“ segir maður og stappar á höfði annars manns sem reiður múgurinn hefur afklætt á götunni. Þessa meðferð fá ræningjar í Venesúela frá samborgurum sínum. Óöld hefur blossað upp í landinu. Borgararnir hafa tekið lögin í sínar hendur. Meira »

„Verðum að halda áfram að mótmæla“

9.6. „Við verðum að halda áfram að mótmæla á götum úti alveg þar til Maduro lætur af völdum eða herinn hættir að styðja hann,“ segir Venesúelamaðurinn Freddy Guevara um mótmælin sem hafa staðið yfir í landinu síðustu tvo mánuði. Meira »

Beittu fréttaljósmyndara ofbeldi

1.6. Þjóðvarðlið Venesúela réðst á blaðamenn og ljósmyndara þegar þeir hugðust greina frá og taka myndir af mótmælum gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans í gær. Luis Robay, ljósmyndari AFP, var einn af þeim sem hermenn beittu ofbeldi. Meira »

Annar mótmælandi skotinn til bana

21.5. Ungur maður var skotinn í brjóstið í mótmælum í Venesúela í gær. Alls hafa því 48 látist í mótmælum sem beinast gegn Nicolas Maduro, for­seta lands­ins, og rík­is­stjórn hans. Þetta er sjöunda vika mótmælanna og talið er að að minnsta kosti 200.000 manns hafi mótmælt í gær. Meira »

„Skömm fyrir mannkynið“

18.5. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að rannsóknin á því hvort samstarfsfólk hans hafi verið í leynimakki með Rússum fyrir forsetakosningarnar í fyrra sé að skipta þjóðinni í tvennt. Hann segir að ástandið í Venesúela sé skömm fyrir mannkynið. Meira »

Skotinn í höfuðið í mótmælum

16.5. Sautján ára piltur lést í Venesúela eftir að hafa verið skotinn í höfuðið meðan á mótmælum stóð gegn ríkisstjórn landsins. Þar með hafa fjörutíu látist í mótmælunum á síðustu sex vikum. Meira »

Beittu piparúða á eldri borgara

12.5. Eldri borgarar í Venesúela létu ekki sitt eftir liggja í mótmælum gegn ríkisstjórn forseta landsins í dag. Sumir þeirra, sem eru í hjólastól, steyttu hnefa, veifuðu prikum og hrópuðu ókvæðisorð að lögreglunni og kröfðust þess að einræðistilburðum forsetans, Nicolas Maduro, linnti. Meira »

Hafna hugmyndum um stjórnlagaþing

2.5. Mótmælendur í Venesúela settu upp vegatálma í dag í enn einni mótmælahrinunni gegn forsetanum Nicolas Maduro. Mótmælin nú brutust út í kjölfar þess að forsetinn tilkynnti að hann ætlaði að gera breytingar á stjórnarskrá landsins til að binda enda á eldfimt pólitískt ástand sem hefur kostað á þriðja tug manna lífið síðustu daga. Meira »

20 látist í mótmælum í Venesúela

21.4. Að minnsta kosti ellefu létu lífið og sex særðust í mótmælum í höfuðborginni Caracas í Venesúela í nótt. Á síðustu þremur vikum hafa um 20 manns látist í mótmælum sem beinast gegn rík­is­stjórn Nicolas Maduro, for­seta lands­ins. Meira »

Þúsundir mótmæltu framboðsbanni

9.4. Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í Venesúela um helgina, þegar þúsundir mótmæltu ákvörðun stjórnvalda um að banna stjórnarandstöðuleiðtoganum Henrique Capriles að bjóða sig fram í embætti í 15 ár. Meira »

Ruddust inn í þinghúsið

5.7. Í kringum hundrað stuðningsmenn ríkisstjórnar Venesúela hafa ruðst inn í þinghús landsins og ráðist þar á þingmenn. Vitni segja árásina hafa átt sér stað eftir að þingið kom saman til að fagna sjálfstæðisdegi landsins. Meira »

Fjórir létu lífið í mótmælum

1.7. Fjórir mótmælendur létu lífið í borginni Barquisimeto í Venesúela í dag en síðustu þrjá mánuði hafa 89 manns látið lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu. Meira »

Skaut á dómshúsið úr þyrlu

28.6. Herinn í Venesúela leitar að lögreglumanni sem grunaður er um að hafa gert árás á dómshús Hæstaréttar úr þyrlu. Engan sakaði í árásinni sem átti sér stað í gærkvöldi. Meira »

Enn geisa átök í Venesúela

11.6. Hundruð manns héldu út á götur Venesúela í gær til að mótmæla áformum Nicolas Maduro forseta um stjórnarskrárbreytingar. Mótmælendur mættu harðri mótstöðu frá lögreglu sem notaði táragas til að dreifa mannfjöldanum. Meira »

„Hvernig geta þeir ráðist svona á fólk?“

3.6. Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Venesúela í dag. Mótmæli í landinu hafa stigmagnast undanfarna tvo mánuði en í það minnsta 60 hafa látið lítið í mótmælunum. Meira »

Læknar mótmæla eftir að kveikt var í manni

22.5. Læknar tóku þátt í mótmælum á götum Venesúela í dag, gegn stjórn Nicolas Maduro forseta, eftir að komið var með ungan mann, sem reiður múgur hafði kveikt í, til aðhlynningar á spítala. Fjöldi þeirra sem látist hafa í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela er nú kominn upp í 48. Meira »

200.000 mótmæltu í Venesúela

21.5. Yfir 200.000 mótmælendur komu saman í Venesúela í gær til að mótmæla Nicolas Maduro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans. Mótmæli hafa staðið yfir í landinu í 50 daga og oft hafa brotist út hörð átök. Maduro er gríðarlega óvinsæll meðal almennings. Meira »

Hersveitir sendar á vettvang

17.5. Stjórnvöld í Venesúela ætla að senda hersveitir á svæði í vesturhluta landsins þar sem mikið hefur verið um gripdeildir og árásir á meðan á mótmælum gegn ríkisstjórn landsins hefur staðið. Meira »

Vilja ræða við her landsins

14.5. Stjórnarandstaða Venesúela hefur biðlað til hers landsins að hefja viðræður við stjórnarandstöðuna þrátt fyrir tryggð sína við forseta landsins, Nicolas Maduro. Gríðarmikil mótmæli hafa átt sér stað í landinu í rúmlega einn mánuð, en þau beinast gegn forsetanum. Meira »

Íbúar neyddir á Maduro-megrunarkúr

8.5. Venesúela sem var eitt ríkasta land í Rómönsku-Ameríku og hafði mestar tekjur af útflutningi matvæla á í erfiðleikum með að metta þegna sína. Verðbólgan í landinu er mikil og verðlag á matvöru er gríðarlega hátt. Sársvangt fólk rænir bændur og bújarðir og brýst inn í matvöruverslanir. Meira »

12 fangar létust í byssubardaga

26.4. 12 fangar létust og 11 særðust í átökum milli gengja í fangelsi í austurhluta í Venesúela í gær. Níu af þeim sem létust urðu fyrir byssuskoti. Fangelsið sem nefnist Jose Antonio Anzoategui er talið eitt það alræmdasta í landinu. Meira »

Þrír létust í Venesúela

20.4. Að minnsta kosti þrír létu lífið í miklum mótmælum sem brutust út í Venesúela í gær, en fjölmenni kom saman til að mótmæla ríkisstjórn Nicolas Maduro, forseta landsins. Meira »