Venesúela

Ortega boðið hæli í Kólumbíu

í fyrradag Stjórnvöld í Kólumbíu ætla að bjóða Luisu Ortega, sem var rekin sem ríkissaksóknari Venesúela, hæli í landinu ef hún óskar eftir því. Meira »

„Bera vott um brjálæði og ofstæki“

12.8. Vladimir Padrino, varnarmálaráðherra Venesúela, hefur vísað ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um mögulega hernaðaríhlutun í landinu til föðurhúsanna. Hann segir þau „bera vott um brjálæði og ofstæki“. Meira »

Bandaríkin beita refsiaðgerðum

9.8. Bandaríkin hafa beitt átta stjórnmálamenn frá Venesúela refsiaðgerðum vegna aðildar þeirra að umdeildu stjórnlagaþingi sem er hliðhollt forsetanum Nicolas Maduro. Meira »

Tveir látnir eftir árás á herstöð

6.8. Tveir árásarmenn voru drepnir og 10 voru teknir höndum í dag eftir árás á herstöð í Venesúela. Þetta staðfesti Nicolas Maduro forseti í ríkissjónvarpi landsins. Meira »

Aðrar þjóðir skipti sér ekki af

4.8. Umdeilt stjórnlagaþing er komið saman í Venesúela, þrátt fyrir mikil mótmæli í landinu í framhaldi af kosningum til þingsins sem fram fóru síðasta sunnudag. Meira »

Skiptar skoðanir um kosningaþátttöku

3.8. Fyrirtækið sem útvegaði kosningavélarnar sem notaðar voru í umdeildum kosningum til stjórnlagaþings sem fram fóru í Venesúela á sunnudag, segir að átt hafi verið tölur yfir kosningaþátttöku. Meira »

Stjórnarandstæðingar handteknir í Venesúela

1.8. Leyniþjónusta Venesúela handtók í gærkvöldi tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar daginn eftir umdeildar kosningar.  Meira »

Segja 41% tekið þátt í umdeildum kosningum

31.7. Starfsmenn kjörstjórnar í Venesúela segja að kosningaþátttaka í umdeildum stjórnlagaþingskosningum hafi verið 41,5%. Stjórnarandstæðingar telja að þátttakan hafi verið mun minni. Þeir segja að 88% kjósenda hafi setið hjá og neitað að viðurkenna kosningarnar. Meira »

Mótmæla stjórnarskrárbreytingum Maduros

29.7. Nicolas Maduro, forseti Venesúela, þrýsti í dag áfram á um breytingar á stjórnarskrá landsins sem Venesúelabúar kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu á morgun. Mikil andstaða er í Venesúela, sem og víða í alþjóðasamfélaginu, við þessi áform Maduros sem veita forsetanum aukin völd. Meira »

Ráðist á kjósendur í Venesúela

17.7. Rúmar sjö milljónir kjósenda hafa nú tekið þátt í óformlegri þjóðaratkvæðagreiðslu sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur staðið fyrir. Byssumenn á mótorhjólum urðu í gær að bana konu sem beið í röð á kjörstað Meira »

Hátt í 500 pólitískir fangar

4.7. Herdómstóll Venesúela hefur ákært 27 háskólanemendur fyrir uppreisn gegn stjórnvöldum. Háskólanemendurnir voru handteknir á sunnudaginn síðastliðinn í UPEL-háskólanum í borginni Maracay eftir mótmæli gegn stjórn­ar­hátt­um Nicolás Maduro, for­seta lands­ins, sem hóf­ust í apríl. Meira »

Ótti og glundroði í Venesúela

28.6. Svo að unnt sé að átta sig á ástandinu í Venesúela þarf aðeins að horfa til atburðarásarinnar í gær í borginni Maracay í norðurhluta landsins. Þar fer múgur ránshendi um göturnar og skilur eftir sig tómar verslanir og sært fólk. Meira »

Samfélag að rifna á saumunum

18.6. „Viltu hafa hlutina einfalda? Hafðu þá þetta, helvítið þitt,“ segir maður og stappar á höfði annars manns sem reiður múgurinn hefur afklætt á götunni. Þessa meðferð fá ræningjar í Venesúela frá samborgurum sínum. Óöld hefur blossað upp í landinu. Borgararnir hafa tekið lögin í sínar hendur. Meira »

„Verðum að halda áfram að mótmæla“

9.6. „Við verðum að halda áfram að mótmæla á götum úti alveg þar til Maduro lætur af völdum eða herinn hættir að styðja hann,“ segir Venesúelamaðurinn Freddy Guevara um mótmælin sem hafa staðið yfir í landinu síðustu tvo mánuði. Meira »

Beittu fréttaljósmyndara ofbeldi

1.6. Þjóðvarðlið Venesúela réðst á blaðamenn og ljósmyndara þegar þeir hugðust greina frá og taka myndir af mótmælum gegn Nicolas Maduro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans í gær. Luis Robay, ljósmyndari AFP, var einn af þeim sem hermenn beittu ofbeldi. Meira »

Stela dýragarðsdýrum til matar

17.8. Soltnir og örvæntingarfullir íbúar Venesúela hafa neyðst til að stela dýrum úr dýragörðum til að seðja sárasta hungrið. Lögeglan rannsakar nú grunsemdir um að dýrum hafi meðal annars verið rænt úr dýragarði í Zulia í vesturhluta landsins. Meira »

Trump íhugar hernað í Venesúela

11.8. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga hernaðaríhlutun vegna aukins hættuástands í Venesúela. Hann segir ástandið í landinu vera „mjög hættulega óreiðu.“ Meira »

Olían tryggir stuðning stórvelda

9.8. Ríkisstjórn Nicolas Maduro í Venesúela verður sífellt einangraðri í alþjóðasamfélaginu en nýtur þó enn stuðnings valdamikilla ríkja á borð við Rússland og Kína. Slíkt gerir Sameinuðu þjóðunum erfiðara fyrir að beita stjórnina þrýstingi. Meira »

Umsátur um skrifstofur ríkissaksóknara

5.8. Öryggissveitir í Venesúela hafa umkringt skrifstofur ríkissaksóknara í höfuðborginni Caracas. Yfirsaksóknari segir að um umsátursástand sé að ræða. Í gær kom saman stjórnlagaþing í Caracas. Meira »

Vill stjórna án takmarkana

4.8. „Þetta snýst ekki aðeins um að breyta stjónarskránni, þetta snýst um að stjórna án allra takmarkana,“ segir Benigno Alarcon um ástandið í Venesúela. Allt er á suðupunkti og í dag hefur verið boðað til fjöldamótmæla sem óttast er að fari úr böndunum. Meira »

Sakaður um að stefna að einræði

2.8. Allt hefur gengið á afturfótunum fyrir Maduro eftir að hann varð eftirmaður Chavez í embætti forseta í Venesúela. Óttast er að stjórnlagaþing komi á alræði sósíalista til að verja chavismann. Meira »

Frysta eigur Maduros í Bandaríkjunum

31.7. Bandarísk stjórnvöld hafa skilgreint Nicolas Maduro, forseta Venesúela, sem einræðisherra og hafa fryst eigur hans í Bandaríkjunum í kjölfar stjórnlagaþingskosningar í Venesúela í gær. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að Venesúela sé á barmi hörmunga. Meira »

Skutu frambjóðanda stjórnlagaþings til bana

30.7. Einn frambjóðenda í stjórnlagaþingskosningunum sem fram fara í Venesúela í dag var myrtur skömmu áður en kjörstaðir voru opnaðir. Þá var einn af aðgerðarsinnum stjórnarandstöðunnar einnig myrtur að því er fram kemur á fréttavef BBC. Meira »

Leita til Kólumbíu eftir læknisaðstoð

29.7. Bumban á Dayönu Zambrano er merkilega nett miðað við að hún er komin nærri 9 mánuði á leið. Vannæring vegna efnahagsástandsins í Venesúela neyddi Zambrano til að ferðast til Kólumbíu eftir læknisaðstoð; hún vildi ekki að fæðing barnsins yrði barátta um líf eða dauða. Meira »

Ruddust inn í þinghúsið

5.7. Í kringum hundrað stuðningsmenn ríkisstjórnar Venesúela hafa ruðst inn í þinghús landsins og ráðist þar á þingmenn. Vitni segja árásina hafa átt sér stað eftir að þingið kom saman til að fagna sjálfstæðisdegi landsins. Meira »

Fjórir létu lífið í mótmælum

1.7. Fjórir mótmælendur létu lífið í borginni Barquisimeto í Venesúela í dag en síðustu þrjá mánuði hafa 89 manns látið lífið í mótmælum gegn stjórnvöldum í landinu. Meira »

Skaut á dómshúsið úr þyrlu

28.6. Herinn í Venesúela leitar að lögreglumanni sem grunaður er um að hafa gert árás á dómshús Hæstaréttar úr þyrlu. Engan sakaði í árásinni sem átti sér stað í gærkvöldi. Meira »

Enn geisa átök í Venesúela

11.6. Hundruð manns héldu út á götur Venesúela í gær til að mótmæla áformum Nicolas Maduro forseta um stjórnarskrárbreytingar. Mótmælendur mættu harðri mótstöðu frá lögreglu sem notaði táragas til að dreifa mannfjöldanum. Meira »

„Hvernig geta þeir ráðist svona á fólk?“

3.6. Lögregla beitti táragasi gegn mótmælendum í Venesúela í dag. Mótmæli í landinu hafa stigmagnast undanfarna tvo mánuði en í það minnsta 60 hafa látið lítið í mótmælunum. Meira »

Læknar mótmæla eftir að kveikt var í manni

22.5. Læknar tóku þátt í mótmælum á götum Venesúela í dag, gegn stjórn Nicolas Maduro forseta, eftir að komið var með ungan mann, sem reiður múgur hafði kveikt í, til aðhlynningar á spítala. Fjöldi þeirra sem látist hafa í mótmælum gegn stjórnvöldum í Venesúela er nú kominn upp í 48. Meira »