mbl | sjónvarp

Tjá sig um titilbaráttuna (myndskeið)

ÍÞRÓTTIR  | 6. apríl | 11:12 
Liverpool, Arsenal og Manchester City eru í harðri baráttu um enska meistaratitilinn í knattspyrnu karla.

Liverpool, Arsenal og Manchester City eru í harðri baráttu um enska meistaratitilinn í knattspyrnu karla. 

Liverpool vermir toppsætið með 70 stig, Arsenal er í öðru með 68 og City í þriðja með 67. 

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, og Rúben Dias, lykilmaður City, voru aðalmennirnir í myndskeiði ensku úrvalsdeildarinnar um titilbaráttuna. 

Myndskeiðið má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

Öll þrjú liðin leika á útivelli í þessari umferð. Manchester City mætir Crystal Palace innan skamms. Arsenal mætir Brighton á eftir og Liverpool Manchester United á morgun. Allir þrír leikir eru í beinni textalýsingu á mbl.is. 

m

Veiði
Vandaðir fræðsluþættir um fluguköst í umsjón Barkar Smára Kristinssonar. Þættirnir eru gerðir með því hugarfari að gera fluguveiðimönnum á Íslandi kleift að skilja betur út á hvað fluguköst ganga.
Loading