Eldgos gegn gróðurhúsaáhrifum

Eldgos í Vatnajökli.
Eldgos í Vatnajökli. mbl.is

Danskur vísindamaður við Kaupmannahafnarháskóla segir í viðtalið við danska blaðið Jyllands-Posten að gróðurhúsaáhrif geti aukist enn ef ekki verði fljótlega öflugt eldgos einhversstaðar á jörðinni. Eigil Kaas, sem er prófessor í veðurfræði segir að eldgos í stórum eldfjöllum hafi í gegn um tíðina átt afgerandi þátt í að takmarka gróðurhúsaáhrif í heiminum, en að það geti einnig stóraukið áhrifin ef ekki verði stór eldgos í náinni framtíð.

Hitastig á jörðinni hefur hækkað um 0,8 gráður á síðustu hundrað árum, Kaas heldur því þó fram að hitaaukningin hefði orðið mun meiri ef eldgosa hefði ekki notið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert