Vísindamenn gera húð sólbrúna án sólarljóss

Vísindamönnum hefur tekist að gera mýs sólbrúnar án þess að ljós komi þar við sögu. Þess í stað er notað krem sem setur af stað búnaðinn í húðfrumunum sem myndar brúna litinn. Kremið hefur enn ekki verið prófað á mönnum.

Kremið inniheldur sameind sem hermir að meira eða minna leyti eftir því ferli sem hefst þegar húðfrumur verða fyrir útfjólubláu ljósi sólarinnar. Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Talið er að þessa uppgötvun megi ennfremur nýta til að verja fólk með ljósa húð fyrir krabbameini sem sólarljós getur valdið. Það voru vísindamenn við Dana-Farber krabbameinsstofnunina og Barnasjúkrahúsið í Boston sem bjuggu þetta krem til. Þeir greina frá niðurstöðum sínum í nýjasta hefti vísindaritsins Nature.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert