22% Windows stýrikerfa illa fengin

Windows XP frá Microsoft.
Windows XP frá Microsoft.

Hugbúnaðarframleiðandinn Microsoft tilkynnti í dag að rúmlega fimmtungur uppsettra Windows stýrikerfa sem reynt hefur verið að uppfæra gegn um vefsíðu Microsoft síðan í júlí árið 2005 hafi reynst illa fengin afrit. Microsoft færði þá allar stærri stýrikerfisuppfærslur í kerfi (Windows Genuine Advantage) sem sér til þess að aðeins löglega skráðar uppsetningar geti sótt uppfærslurnar.

Síðan í júlí 2005 hafa 512 milljónir notenda reynt að staðfesta lögmæti stýrikerfisins á tölvu sinni, og reyndust 22,3% þeirra vera illa fengin, samkvæmt WGA kerfinu a.m.k. 56.000 tilkynningar hafa borist um að keyptar hafi verið útgáfur sem síðan hafi reynst afrit, en notendur sem tilkynna um slíkt fá eintak af Windows stýrikerfinu endurgjaldslaust.

Þótt hluttfallið sé hátt, þá er það mun lægra en hlutfall svokallaðs sjóræningjahugbúnaðar á heimsvísu, samkvæmt skýrslu sem samtök framleiðenda viðskiptahugbúnaðar (BSA) hafa látið gera, er áætlað að um 35% alls hugbúnaðar í heiminum séu illa fengin afrit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert