Viðhorf IPCC önnur en 1990

Hlýnun loftslags á jörðinni er m.a. talin ógna tilvist ísbjarna.
Hlýnun loftslags á jörðinni er m.a. talin ógna tilvist ísbjarna. AP

Vísindamenn virðast fæstir lengur velkjast í vafa um rætur loftslagsbreytinga á jörðinni, en í skýrslu Alþjóðlega vísindaráðsins um loftslagsbreytingar (IPCC), sem út kemur síðar í dag, kemur fram að nær öruggt sé að loftslagsbreytingarnar séu til komnar af mannavöldum. Í fyrstu slíku skýrslunni sem gefin var út árið 1990 sagði m.a. að loftslagsbreytingar væru innan þess sem eðlilegt gæti talist og að hækkun hitastigs gæti eins verið af náttúrulegum orsökum.

Skýrslan sem út kom árið 1990 var sú fyrsta af fjórum sem IPCC hefur gert. Í henni segir að hlýnunin sé nokkurn vegin í samræmi við spár loftslagslíkana, en sé einnig innan eðlilegra marka breytileika loftslags, því sé bæði mögulegt að breytingarnar séu til komnar af mannavöldum og af náttúrulegum orsökum. Hins vegar sé ólíklegt að óvéfengjanlegra áhrifa af útblæstri gróðurhúsalofttegunda gæti fyrr en að a.m.k. áratugi liðnum, eða um aldamótin.

Fimm árum síðar, í næstu skýrslu vísindaráðsins er nokkuð lengra gengið og segir að gögn bendi til þess greinanlegra áhrifa manna á loftslag í heiminum. Árið 2001, þegar þriðja útgáfa skýrslunnar kom út segir svo að ný og sterkari sönnunargögn bendi til þess að meginhluta hlýnunar megi rekja til athafna manna.

Þannig virðast vísinda menn æ vissari í sinni sök um að gróðurhúsaáhrifa af völdum manna gæti nú þegar og að lítill vafi leiki þar á. Í skýrslunni sem út kemur í dag er tekið fram að „meirihluti þeirrar hækkunar sem vart hefur orðið á hitastigi jarðar sé mjög líklega til kominn vegna losunar á gróðurhúsalofttegundum”, og að „útbreidd hlýnun andrúmslofts og hafs, samhliða bráðnun íss, rökstyðji þá ályktun að að afar ólíklegt sé að loftslagsbreytingar á heimsvísu undanfarin fimmtíu ár megi útskýra án utanaðkomandi áhrifa, og sé mjög líklega ekki til komið af náttúrulegum orsökum einvörðungu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert