Íranar svipta hulunni af jurtalyfi sem nota má í baráttunni við alnæmi

Lyfið hefur verið fimm ár í þróun og prófað á …
Lyfið hefur verið fimm ár í þróun og prófað á yfir 200 sjúklingum segja írönsk yfirvöld. mbl.is/Kristinn

Heilbrigðisráðherra Írans, Kamran Baqeri Lankarani, tilkynnti í dag að þarlendir vísindamenn hafi framleitt lyf úr jurtum sem eflir ónæmiskerfi fólks gagnvart HIV-veirunni og alnæmi.

„Undirstaða, sem kallast IMOD, eru jurtir, en lyfið nær tökum á HIV-veirunni og eflir ónæmiskerfi líkamans,“ hefur ríkisfréttastofan IRNA eftir Lankarani.

„Þetta er ekki lyf sem drepur veiruna, heldur frekar nota það ásamt öðrum ARV-lyfjum (anti-retroviral),“ sagði Lankarani.

Lyfið, sem hefur verið fimm ár í þróun, hefur verið prófað á yfir 200 sjúklingum að sögn IRNA. Þá kemur fram að litið sé á lyfið sem fimmtu kynslóð lyfja sem hjálpa til við að draga úr áhrifum HIV-veirunnar og alnæmis.

„Þetta er efni sem er bæði gott fyrir sjúklinga sem eru með HIV-veiruna og fyrir þá sem eru með veiruna í sér en eru einkennalausir,“ sagði verkefnisstjórinn Mohammed Farhadi við ríkisfréttastöðina.

Farahdi bætti því við að lyfið verði nú prófað á um 3.000-5.000 írönskum sjúklingum næsta árið svo rannsaka megi verkun þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert