Spá fjögurra til sjö gráðu hækkun hitastigs á Spáni á öldinni

Á Plaza Mayor í Madríd.
Á Plaza Mayor í Madríd. Reuters

Hitastig á Spáni mun hækka um fjórar til sjö gráður að meðaltali á þessari öld, samkvæmt niðurstöðum vísindarannsóknar sem gerð var fyrir spænska umhverfisráðuneytið. Fram kemur að svæði á Mið-Spáni, þ.á m. Madríd, verði hitaaukningarinnar að líkindum mest vart.

Rannsóknin bendir til að hitastig muni smám saman fara hækkandi á Íberíuskaga fram til 2100, og er helsta ástæðan talin vera aukin losun gróðurhúsalofttegunda, sem eykur hækkun hitastigs í andrúmsloftinu.

Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í heild á þriðjudaginn. Í fyrra var methiti á Spáni og sló árið út fyrra metár, sem var 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert