Páfinn biður fjölmiðla að bera virðingu fyrir fólki

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. Retuers

Benedikt XVI páfi segir að eitthvað af því efni sem dreift er á netinu og í öðrum miðlum sé skaðlegt og hvatti fjölmiðla til að bera virðingu fyrir fólki og taka tillit til fjölskyldunnar. Er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem páfi fjallar um hlutverk fjölmiðla í heiminum.

Páfi hrósaði netinu og annarri rafrænni fjölmiðlun fyrir að veita fólki aðgang að upplýsingum sem annars væri erfitt að nálgast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert