Spá allt að 10 fellibyljum á Atlantshafi á þessu ári

Bandarískir veðurfræðingar spá því að allt að tíu fellibyljir muni myndast á Atlantshafinu á þessu ári, þ.á m. fimm sem gætu orðið mjög öflugir með vindhraða allt að 49 m/s. Fellibyljatíðin hefst 1. júní og stendur í sex mánuði. Hvetja veðurfræðingarnir þá sem búa á fellibyljasvæðum að búast við hinu versta.

Þá hljóðar veðurspáin upp á að 74% líkur séu á að Atlantshafsfellibylur gangi á land í Bandaríkjunum á þessu ári. Fjöldi og styrkleiki fellibyljanna ræðst að hluta til af veðurfyrirbærinu sem nefnt er La Nina, hvort það myndast og hversu virkt það verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka