Apple hyggst opna myndbandaleigu

Reuters

Bandaríski tölvu- og hugbúnaðarframleiðandinn Apple á nú í viðræðum við stærstu kvikmyndaframleiðendur Hollywood og hyggst hleypa af stokkunum myndbandaleigu á netinu. Talsmenn Apple hafa sjálfir ekkert gefið upp um viðræðurnar en samkvæmt heimildum AFP er ætlunin að leigja út myndir fyrir þrjá Bandaríkjadali, eða um tæpar tvöhundruð krónur, og verður hægt að flytja myndirnar úr tölvu yfir á tæki á borð við iPod.

Apple selur þegar kvikmyndir frá Walt Disney og Paramount, er þá hægt að hlaða niður kvikmyndum og vista á tölvum sínum. Með hinum nýju samningum um leigu á kvikmyndum vonast Apple hins vegar til að auka úrval sitt mjög mikið og keppa við kapalsjónvarpsstöðvar og aðra sem bjóða svokallaða VOD þjónustu, þar sem myndefni er pantað beint inn á heimili.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert