Tölvuiðnaðurinn sameinast um grænar tölvur

mbl.is/ÞÖK

Google, Microsoft, örgjörvaframleiðandinn Intel og tölvuframleiðendurnir Hewlett-Packard og Dell m.a. hafa sameinast um umfangsmikla áætlun sem miðar að því að minnka gróðurhúsaáhrif við framleiðslu á tölvum. Ætlunin er að minnka útblástur um 54 tonn á ári, eða sem nemur 11 milljónum bifreiða.

Tölvuframleiðsla er talin valda álíka mikilli útblástursmengun og allur flugvélaiðnaður heims. Kostnaður við verkefnið er þó ekki talinn vera mjög mikill, framleiðslukosnaður við að framleiða tölvur sem nýta minni orku og með umhverfisvænum hætti er talinn geta aukist um um.þ.b. 20 dali, eða sem svarar um 1.300 krónum, á hverja tölvu. Hins vegar mun lægri rafmagnsreikningur notenda þýða að kaupendur ættu að geta sparað fé á endanum.

Larry Page, einn stofnenda Google, segir að verkefnið muni einnig þýða að tölvur verði fyrir vikið betri, áreiðanlegri og hljóðlátari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert