Kókómjólk besti orkudrykkurinn

mbl.is/Þorkell

Kókómjólk er bæði besti og ódýrasti orkudrykkurinn sem völ er á samkvæmt niðurstöðum nýrrar bandarískrar rannsóknar. Amínósýrur í mjólkurpróteini hafa samkvæmt niðurstöðum hennar svipuð áhrif á vöðva mannslíkamans og flóknar efnablöndur svokallaðra orkudrykkja. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Aðstandendur rannsóknarinnar hvetja því fólk til að drekka fitusnauða kókómjólk þegar það vantar aukaorku vegna líkamlegrar áreynslu. “Ástæða þess hversu vel fitusnauð kókómjólk kemur út er sú að hlutfall vítamína og próteina í henni er næstum fullkomið. Þetta leiðir til þess að þreyttir vöðvar líkamans ná upp orku á ný á fljótvirkan og áhrifamikinn hátt,” segir Joel M. Stager, sem leiddi rannsóknarteymið við Indiana-háskóla.

Rannsóknin fólst í því að fylgst var með hjólreiðamönnum sem æfðu mikið og voru ýmsir þættir líkamsstarfsemi þeirra mældir. Þá voru hjólreiðamönnunum gefnir ýmsir orkudrykkir og áhrif þeirra á mæld. Niðurstaðan var sú að úthald hjólreiðamannanna jókst mest við drykkju kókómjólkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert