Gervigreind gegn bestu pókerspilurum heims

Gervigreind verður rannsökuð á pókermóti.
Gervigreind verður rannsökuð á pókermóti. Reuters

Tveir úrvals pókerspilarar etja kappi við tölvu í dag á tveggja daga pókermóti í Kanada, sem vísindamenn segja vera það fyrsta pókermótið í heiminum þar sem maður keppir á móti tölvu.

Forritið heitir Polaris og mun spila fjórar umferðir af „Texas Hold'em“. Mennsku andstæðingarnir eru þeir Phil Laak og Ali Eslami, fjárhættuspilarar frá Los Angeles í Bandaríkjunum, sem eruð meðal bestu pókerspilara í heimi. Keppninni lýkur seint annað kvöld og hljóta mennirnir 5.000 Bandaríkjadali fyrir hvern leik sem þeir vinna gegn Polaris.

Ali Eslami, sem er vanur að spila upp á mun hærri upphæðir, segir peningana ekki hafa verið aðdráttaraflið, heldur hafi hann áhuga á gervigreind og líkti hann mótinu við fyrstu geimferð manna. Hann kallar forritið næstu byltinguna í tölvum, þar sem tölvur verða mannlegar.

Pókermótið er hluti af alþjóðlegri ráðstefnu Samtaka um þróun á gervigreind. Rúmlega 1.000 vísindamenn frá háskólum og fyrirtækjum víðs vegar að eru væntanlegir á atburðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert