Reyna að skjóta niður stjórnlaust gervitungl

Bandaríkjamenn ætla í dag að gera tilraun til að skjóta niður stjórnlausan gervihnött þannig að hann hrapi í hafið áður en hann fellur til jarðar þar sem hann gæti valdið tjóni. Haft er eftir heimildamönnum í bandaríska varnarmálaráðuneytinu að mistakist tilraunin í dag verði hægt að gera aðra.

Verði ekki gripið inn í mun gervitunglið koma inn í andrúmsloft jarðar 6. mars og síðan falla til jarðar, en ómögulegt er að segja fyrir um hvar. Bandarísk stjórnvöld vöruðu við því í síðustu viku að tunglið kynni að lenda á eldsneytisleiðslum og rjúfa þær með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Bandarískt herskip mun skjóta eldflaug í átt að gervitunglinu á tilteknum stað sem á að tryggja að allt brak úr því lendi í sjónum.

Rússnesk stjórnvöld mótmæla þessum áformum og segja þau líta út fyrir að vera dulbúna vopnatilraun og „tilraun til að færa vopnakapphlaupið út í geiminn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert