Drykkja flýtir fyrir Alzheimer

Fólk sem neytir meira en tveggja áfengra drykkja á dag greinist fimm árum fyrr með Alzheimer-sjúkdóminn en þeir sem ekki drekka, að því er fram kemur í nýlegri bandarískri könnun.

Vísindamenn skoðuðu lífsmynstur nærri 1.000 einstaklinga sem nýlega höfðu greinst með sjúkdóminn. Drykkjufólk var að meðaltali 4,8 árum yngra þegar það greindist en bindindisfólk og þeir sem reyktu einn sígarettupakka á dag 2,3 árum yngri en hinir reyklausu.

Ennfremur voru áhrif hins svokallaða Alzheimer-gens, APOE, skoðuð. Reyndist það valda því að sjúkdómurinn greindist 2,3 árum fyrr en ella. Þeir sem höfðu alla þrjá áhættuþættina voru að meðaltali 68,5 ára þegar þeir greindust með Alzheimer, en þeir sem höfðu engan þeirra voru 77 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert