Landsbókasafn hefur safnað .is-vefefni

„Það er einkennilegt að ekki sé ekki búið að ræða þetta,“ segir bloggarinn Sædís Ósk Harðardóttir. Landsbókasafn hefur nú verið að safna rafrænu efni, m.a. af blog.is, í fjögur ár.

„Margir sem skrifa fyrir sjálfa sig eða vini og vandamenn gera sér kannski ekki grein fyrir því að afrit verði vistuð í gagnasafni,“ segir Sædís sem er búin að blogga á blog.is síðan 2007. Sædís telur að fólk hafi líklegast ekki hugmynd um að verið sé að safna þessu.

„Allt sem þú setur á netið verður opinbert um leið,“ segir Matthildur Helgadóttir bloggari. „Á opinni vefsíðu getur hver sem er lesið það, enda er eðli bloggsins þannig.“

„Ég vissi ekki af því að væri verið að gera afrit af blogginu, en ég skrifa alltaf undir nafni, enda er ég meðvituð um að netið er raunverulegt rými og tjái mig samkvæmt því. Þetta hlýtur að vera gríðarlegt magn af bloggi og frumskógur fyrir fræðimenn framtíðarinnar,“ segir hún. Bloggarar sem blogga annars staðar en á .is léni eru ekki afritaðir, því aðeins eru um 40-50 útvaldar síður sem safnið safnar. Það eru aðalega frétta- og pólitískir vefir.

Aðgangur að gagnasafninu er í bígerð en efni af .is er afritað þrisvar á ári.

asab@24stundir.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert