Varpa ljósi á orsakir geðklofa

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar greindu í tímaritinu Nature í gær frá svonefndum úrfellingum sem fundust við rannsókn á erfðamengi mannsins. Úrfellingarnar auka áhættu þeirra, sem bera þær í erfðamenginu, á því að fá geðklofa.

Rannsóknin var unnin í samvinnu við Landspítalann, Háskóla Íslands, Evrópusambandsstyrkta rannsóknahópinn SGENE og aðra samstarfsaðila um víða veröld.

Um það bil einn af hverjum 5.000 ber slíkar úrfellingar í erfðamengi sínu og geta þær allt að fimmtánfaldað líkur á því að viðkomandi einstaklingur greinist með geðklofa.

Úrfellingarnar verða við kynfrumuskiptingu og þær geta því erfst frá foreldrum til barna.

Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir fram á slík tengsl milli geðsjúkdóma og úrfellinga í erfðamengi. Að sögn getur uppgötvunin orðið fyrsta skrefið að þróun erfðagreiningarprófa til notkunar samhliða hefðbundinni greiningu geðklofa. Þá er vonast til að þessi uppgötvun leiði til þess að hægt verði að greina einstaklinga og hefja meðferð við geðklofa fyrr en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert