Er ofnæmi umhverfisvandamál?

Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin.
Frjókorn í lofti valda mörgum ofnæmissjúklingum vandræðum á vorin. mbl.is/Árni Torfason

Þeir sem berjast við frjóofnæmi og önnur ofnæmi tengdum öndunarfærunum eiga að öllum líkindum við umhverfisvandamál að stríða. Tré, gras og illgresi þyrla meira magni af frjókornum út í andrúmsloftið eftir því sem hitastig og magn koltvírings vex, þetta kemur fram á fréttavef ABC.

Richard Weber, ofnæmissérfræðingur frá Denver og prófessor við háskólann í Colorado, hefur skrifað um tengslin þarna á milli. „Ofnæmissjúklingar munu að öllum líkindum verða fyrir auknum óþægindum í framtíðinni,“ hafði ABC eftir Weber.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert