Nokia nær ekki í jólapakkann

Nokia 5800
Nokia 5800 Reuters

Nýr Nokiasími með snertiskjá, sem á að keppa við iPhone, kemur í verslanir í sjö löndum Asíu, Miðausturlöndum og Evrópu á þessu ári, en of seint fyrir jólaverslunina í flestum þróuðum ríkjum.

Verð símans verður 279 evrur fyrir skatt, og er þá ekki tekið með í reikninginn mögulegir áskriftarafslættir. Síminn, Nokia 5800, verður því umtalsvert ódýrari en iPhone.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert