Bretar rannsaka fljúgandi furðuhluti

Flugmaður Alitalia sá FFH ofan við London.
Flugmaður Alitalia sá FFH ofan við London. Reuters

Breska þjóðskjalasafnið hefur sett gögn á vefsíðu sína um rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum (FFH). Atburðirnir sem gögnin fjalla um eru tilkynningar fólks um FFH sem hafa verið rannsakaðar af opinberum aðilum á árunum 1986 - 1992. 

þar á meðal er tilkynning flugmanna hjá Alitalia sem tilkynntu að þeir hefðu verið nærri að rekast á FFH í aðflugi að Heathrow-flugvelli, breska varnarmálaráðuneytið rannsakaði það atvik án þess að komast að niðurstöðu.

Ítalski flugmaðurinn hrópaði upp yfir sig er hlutur sem líktist flugskeyti flaug nærri farþegaþotu í aðfluginu að Heathrow í apríl 1991 en það hefur aldrei verið skýrt hvaða hlutur þetta kann að hafa verið.

Hluturinn mun hafa sést á ratsjá og samkvæmt BBC var varnarmálaráðuneytið búið að útiloka flugskeyti, veðurathugunarbelg og flesta jarðneska hluti sem kunna að fljúga um loftin blá og var rannsókn lokið án niðurstöðu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert