Rusl frá geimstöðinni stefnir til jarðar

Alþjóðlega geimstöðin.
Alþjóðlega geimstöðin. AP

Bandaríska geimferðastofnunin, NASA, reynir nú að finna tank á stærð við ísskáp, sem gæti lent á jörðinni í kvöld.

Um er að ræða 635 kg þungan ammoníakstank, sem losaður var frá alþjóðlegu geimstöðinni. NASA segir afar ólíklegt að tankurinn valdi tjóni þótt hann lendi á jörðinni. Þetta sé þó stór hlutur og því þurfi að gæta fyllstu varúðar.

Tankurinn var losaður frá geimstöðinni fyrir rúmu ári. Hann var hluti af úreltu kælikerfi stöðvarinnar en þegar skipt var um það töldu stjórnendur NASA að ekki væri óhætt að flytja hann til jarðar með geimferju.

Geimrusl brennur venjulega upp þegar það fer gegnum lofthjúpinn yfir Kyrrahafinu en tankurinn hefur borist af fyrirhugaðri leið.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert