Sendi 14.528 skilaboð á mánuði

.
. mbl.is

Foreldrar þrettán ára stúlku í Kaliforníu urðu fyrir miklu áfalli á dögunum þegar þeir komust að því að hún hafði sent 14.528 sms-skilaboð á einum mánuði, eða 484 skilaboð á dag.

Faðir stúlkunnar segist hafa hlegið þegar hann sá símareikninginn og ekki trúað sínum eigin augum. „Ég hugsaði með mér: þetta er brjálæði, þetta er ekki hægt,“ hafði dagblaðið The New York Post eftir föðurnum. „Ég tók síðan upp vasatölvuna til að athuga hvort þetta væri hægt.“

Stúlkan reyndist að meðaltali hafa sent sms-skilaboð aðra hverja mínútu sem hún var vakandi.

Faðirinn hélt að símafyrirtækinu hefðu orðið á mistök en svo reyndist ekki vera. Símareikningurinn var 440 síður.

Í frétt The New York Post kemur fram að bandarískir unglingar á aldrinum 13-17 senda að meðaltali 1.742 sms-skilaboð á mánuði.

Faðirinn, sem er 45 ára, viðurkennir að hann hafi sjálfur sent 900 sms-skilaboð á mánuði - um 700 fleiri en jafnaldrar hans að meðaltali.

Foreldrar stúlkunnar hafa sett takmörk fyrir farsímanotkun hennar, meðal annars bannað henni að senda skilaboð á kvöldin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert