Keisaramörgæsir í hættu

Keisaramörgæsir á suðurskautinu.
Keisaramörgæsir á suðurskautinu. Reuters

Keisaramörgæsirnar á Suðurpólnum gætu verið í hættu þar sem ísinn við Suðurskautslandið hörfar svo hratt að ólíklegt þykir að mörgæsirnar nái að breyta háttum sínum.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum Woods Hole Oceanographic stofnunarinnar í Massachussetts gæti keisaramörgæsum fækkað í 400 pör sem er mikil fækkun frá þeim 6.000 pörum sem stofninn var á sjöunda áratug síðustu aldar. Vísindamennirnir miðuðu rannsóknir sínar við mörgæsanýlendu á hluta Suðurskautslandsins sem heitir Terre Adelie. Þar hefur verið fylgst með mörgæsunum og umhverfi þeirra í rúm 50 ár og byggjast rannsóknirnar m.a. á spám um hlýnun jarðar

„Til þess að forðast útrýmingu yrðu keisaramörgæsirnar að aðlagast, flytja sig um set eða breyta vaxtarferli sínu,“ segir m.a. í skýrslunni. Slík þróun hjá mörgæsunum þykir þó ólíkleg. „Ólíkt öðrum sjófuglum á Suðurskautssvæðinu sem hafa breytt lífsferli sínu eru mörgæsir seinar til,“ segir dr. Stephanie Jeouvrier, einn vísindamannanna. „Líkamsstarfsemi þeirra er hæg, svo þær aðlagast hægt. Þetta er vandamál í ljósi þess að veðurfarið breytist hratt,“ segir Jeouvrier.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert