Fartölva á 1.150 krónur

Svona lítur fartölvan út í bandaríska verkefninu, sem hefur það …
Svona lítur fartölvan út í bandaríska verkefninu, sem hefur það einnig að markmiði að gefa fátækum kost á að nota tölvur.

Indverjar undirbúa nú markaðssetningu fartölvu sem mun kosta sem svarar 1.150 krónum. Er tölvunni ætlað að bæta tölvulæsi fátækra sem og aðgang þeirra að netinu.

Verkefnið hefur staðið yfir síðastliðin þrjú ár, að því er fram kemur á vef breska blaðsins Times.

Segir þar að verkefnið sé andsvar við American One Laptop per Child-verkefninu sem miðaði að framleiðslu fartölvu fyrir 100 Bandaríkjadali, með það að markmiði að gefa fátækum kost á aðgengi að tölvu.

Margt hefur gengið á í bandaríska verkefninu og er nú miðað við tvöfalda þessa upphæð, eða um 200 dali.

Gagnrýnendur telja indverska markmiðið óraunhæft og hafa heyrst raddir um að það sé nú auglýst í pólitískum tilgangi í aðdraganda kosninga.

Má þar nefna að sérfræðingar Merrill Lynch telja að skjárinn í bandaríska verkefninu, sem Nicholas Negroponte leiðir, muni ekki kosta undir 20 pundum, eða um 3.300 krónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert