43 punda geimtilraun

Geimurinn heillar marga
Geimurinn heillar marga AP

Fjórum nemendum á Spáni tókst nýlega að senda myndavél í veðurathugunarloftbelg út í heiðhvolfið, sem sá hluti lofthjúps jarðar sem liggur á milli veðrahvolfsins og miðhvolfsins. Þetta kemur fram á fréttavef Daily Telegraph.

Nemendunum, sem stunda nám við IES La Bisbal skólann í Katalóníu, tókst að safna veðurfarsupplýsingum frá  belgnum er hann var í rúmlega 32 km fjarlægð frá jörðu og endurheimta myndir sem teknar voru um borð.   

Nemendurnir Gerard Marull Paretas, Sergi Saballs Vila, Marta­ Gasull Morcillo og Jaume Puigmiquel Casamort, sem eru átján og nítján ára, smíðuðu belginn frá grunni og kostuðu til þess 43 sterlingspundum. Þeir notuðu síðan skynjara Google Earth til fjarskiptasambands við hann.

„Við erum himinlifandi yfir árangrinum, sérstaklega myndum. Það er ótrúlegt að hafa sent heimasmíðað tæki að mörkum geimsins,” segir Gerard Marull, leiðtogi hópsins.

„Belgurinn sem við notuðum var fylltur af helium, rúmlega tveir metar á hæð og einungis 1500 grömm. Hann var fær um að bera skynjarana og stafræna Nikon myndavél sem var 1.5kg.”

Þá segir hann nemendurna ekki hafa átt von á slíkum árangri heldur hafi þeir verið spenntir að sjá hvort belgurinn kæmist yfir 10 km mörkin.

Þeir skráðu veðurfarsupplýsingar sem skynjarar um borð í belgnum sendu frá sér á meðan hann var á ferð og náðu að endurheimta myndir út honum eftir að hann tæmdist og féll aftur til jarðar. Hópurinn fann síðan tækin í um 10 km fjarlægð frá staðnum þar sem hann var sendur á loft og sendi hann þá enn frá sér merki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert