Afskekktasti staður jarðar fundinn

Eftir því sem svæði eru dekkri, þeim mun afskekktari eru …
Eftir því sem svæði eru dekkri, þeim mun afskekktari eru þau.

Búið er að reikna það út eftir vísindalegum aðferðum að afskekktasti staður jarðar er í Tíbet. Þaðan tekur 21 dag að komast til  „siðmenningarinnar“ á ný, þ.e. næsta bæjar þar sem 50 þúsund manns eða fleiri búa. 

Rannsóknarsetur á vegum Evrópusambandsins í Ispra á Ítalíu hefur með aðstoð Alþjóðabankans búið til landakort sem sýnir hvar afskekktustu staðir heimsins eru.  M.a. er tekið tillit til samgangna og landslags, ef það þarf að ganga. Einnig er tekið tillit til þess ef langan tíma tekur að fara yfir landamæri.

Fram kemur, að  á rúmlega 90% af landsvæði jarðarinnar tekur innan við tvo sólarhringa að komast til næsta bæjar, þá eru heimskautasvæðin ekki meðtalin. 

En vilji menn komast á afskekktan stað geta þeir tekið stefnuna á 34,7°norður/85,7° austur, fjallasvæði í Tíbet. Úr 5200 metra hæð mun það taka 21 dag að komast til bæjanna Lhasa eða Korla. Hægt er að ferðast í einn dag í bíl en hina 20 dagana verður að ganga.   

Stofnanirnar tvær hafa einnig útbúið kort sem sýna hvar mestu umferðarsvæði jarðar eru og hvar vega- og lestakerfi eru þéttust. Kortin verða notuð til að leggja mat á fólksfjölgun og umgengni við náttúruna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert