Feneyjar einn stór heitur reitur

Frá Feneyjum
Frá Feneyjum STRINGERITALY

Feneyjar hafa tekið í gagnið þráðlaust internet sem talið er vera útbreiddasta þráðlausa netkerfi nokkurs staðar í Evrópu. Tíu þúsund kílómetra net af strengjum hefur verið lagt sem gerir það að verkum að nánast öll borgin er einn stór „heitur reitur“ fyrir samband við internetið.

Samkvæmt BBC eru yfirvöld í Feneyjum sögð hafa varið hátt í tveimur milljörðum króna, 15 milljónum bandaríkjadala, í að byggja upp kerfið. Tengingin er hröð, á milli 20 og 100 megabit á sekúndu og fyrir íbúa borgarinnar er hún ókeypis. Ferðamenn þurfa hinsvegar að borga um 7 dollara á dag fyrir að tengjast netinu. 

Feneyjar hafa hingað til verið þekktastar fyrir kanala borgarinnar, aldagamlar byggingar og listasöfn en borgarstjóri Feneyja segir að með tilkomu nýja þráðlausa netsins muni borgin tvíeflast sem vettvangur fyrir internetráðstefnur og kapalsjónvarp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert