Mjólkurneysla sögð lengja lífið

Börn sem borða mikið af mjólkurvörum eru líkleg til að lifa lengur en önnur, samkvæmt rannsóknum vísindamanna í Bretlandi og Ástralíu.

Rannsóknirnar náðu til 4.374 breskra barna. Mjólkurneysla barnanna var rannsökuð á fjórða áratugnum og vísindamennirnir rannsökuðu heilsu þeirra 65 árum síðar. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að þau sem borðuðu mikið af mjólkurvörum í bernsku voru ekki líkleg til að fá heilablóðfall og aðra alvarlega sjúkdóma. Þótt mjólkurvörurnar innihaldi fitu, sem sest á slagæðarnar, og kólesteról, jók mikil mjólkurneysla ekki líkurnar á hjartasjúkdómum, að sögn vísindamannanna.

Miðað var við að börnin fengju að minnsta kosti 400 mg af kalki á dag, eða u.þ.b. þrjá desílítra af mjólk. Skýrt er frá niðurstöðunum í tímaritinu Heart.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert