Rafrænn einkaþjónn

Pétur Jónasson hönnuður lófatölvunnar
Pétur Jónasson hönnuður lófatölvunnar mbl.is/Árni Sæberg

Ný lófatölva sem gera á ferðamönnum lífið léttara, hefur verið þróuð og er tilbúin í framleiðslu. Hönnuður tækisins er Pétur Jónasson. „Tölvan ber heitið Einkaþjónn. Upphaflega var hún þróuð með söfn í huga, en safngestur getur flett upp upplýsingum um alla gripi í safninu. Í stað þess að tækið leiði gesti um safnið þá er það til reiðu þegar gesturinn þarf á því að halda og þaðan kemur nafnið. Fyrst kemur upp einföld lýsing á viðkomandi safngrip ásamt ljósmynd. Svo getur gesturinn sótt meiri upplýsingar.“

Segir hann að þessi tækni eigi einkar vel við íslensk söfn, en í þeim sé oft að finna marga smáa hluti, sem geymdir séu í skápum. „Notandi sækir upplýsingarnar á myndrænan hátt, þ.e. hann flettir í gegnum myndir af safngripum á viðkomandi safni þar til hann finnur það sem hann leitar að. Í framtíðinni væri hægt að koma fyrir búnaði í hverjum skáp í safninu. Þessi búnaður myndi tala við lófatölvuna, láta hana vita hvar í safninu gesturinn er staddur og þar með auðvelda honum leitina að einstökum gripum. Auðvelt er að bæta þessari lausn í Einkaþjóninn.“

Pétur segir að þrátt fyrir að Einkaþjónninn hafi verið hannaður með söfn í huga sé nú verið að bæta GPS-staðsetningartæki í tölvuna og þar með möguleikanum á að hún geti sinnt hlutverki leiðsögumanns í ferðum fólks um landið. Hugmynd Péturs er að ferðamenn taki tölvuna á leigu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert