SMÁÍS kæra ólöglega dreifingu

Fangavaktinni, nýrri sjónvarpsþáttaröð, sem byrjað er að sýna á Stöð …
Fangavaktinni, nýrri sjónvarpsþáttaröð, sem byrjað er að sýna á Stöð 2, hefur m.a. verið dreift á skráaskiptisíðum.

SMÁÍS (Samtök Myndrétthafa á Íslandi) hyggst kæra forvarsmenn skráaskiptasíðna til lögreglu fyrir ólöglega dreifingu á höfundarréttavörðu efni. Snæbjörn Steingrímsson, hjá SMÁÍS, segir að um sé að ræða a.m.k. fjórar slíkar síður.

Hann segir jafnframt í samtali við mbl.is að sl. sumar hafi orðið til dómafordæmi í svokölluðu DC++ máli. Það að gera öðrum kleift að brjóta höfundarrétt geri menn meðseka í þeirra brotum. „Það eitt að reka svona síðu gerir þig stórfelldan brotamann. Og núna eftir að Fangavaktin kom þarna inn á einn af stærri vefjunum, og sótt í stórfelldum mæli, þá fengum við nóg, og höfum ákveðið að kæra,“ segir Snæbjörn.

Hann segir að tvær öflugar skráaskiptisíður, tengdur.net og kreppa.org liggi niðri, en að þær séu ekki hættar starfsemi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert