Nútímalegur töfratækniteningur

Touchcube
Touchcube

Töfrateningurinn frægi Rubiks er orðinn gjaldgengur á tækniöld því stafrænn teningur sem heitir Touchcube er nú fáanlegur. Nú þarf ekki lengur að nota gamaldags handafl til að raða saman litunum heldur dugir að snerta eina litaröð, sem er gerð úr lituðum ljósum, svo hún færist til.

Til að stýra teningnum eru á hliðunum ólík tákn sem þrýst er á til að byrja, rugla litum, fá ráðleggingar og sá fjórði leysir þrautina sjálfkrafa svo hver hlið fær sinn eigin lit. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert