Margar kvartanir vegna Nexus One

Nexus One snjallsíminn frá Google.
Nexus One snjallsíminn frá Google. Reuters

Fjölmargar kvartanir hafa borist Google vegna Nexus One snjallsímans, sem fyrirtækið kynnti til sögunnar með formlegum hætti 5. janúar sl. Hægt er að kaupa tækið, sem er með snertiskjá og er jafnframt fyrsti síminn frá Google, beint af vef Google og hann styður nánast öll símkerfi.

Menn eru hins vegar ekki á einu máli um hverjir eigi að svara spurningum þeirra sem hafa keypt símann, og hafa margir kvartað undan því á upplýsingavefsíðum, sem Google hefur sett upp vegna Nexus One.

Margir eru mjög óánægðir með að Google svari einvörðungu spurningum í tölvupósti og fjölmargir hafa kallað eftir því að fyrirtækið setji upp símsvörun, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Bandaríkjamenn geta keypt Nexus One beint frá Google á 529 dali (um 66.000 kr.) eða gert samning við T-Mobile fyrir 179 dali (um 22.000 kr.)

Flestir vilja vita hvað menn eigi að greiða fyrir tækið, og hvort núverandi viðskiptavinir T-Mobile geti fengið það á lækkuðu verði. Aðeins nýir viðskiptavinir T-Mobile munu hins vegar geta fengið símann á 179 dali.

Þá vilja þeir, sem hafa pantað símtækið, vilja fá að vita hvenær þeir megi eiga von á því að fá símann í hendurnar.

Um 500 manns hafa kvartað undan vandamáli sem tengist stuðningi við þráðlausa 3G net Nexus One. Aðrir hafa t.d. kvartað undan villuboðum sem hafa komið upp þegar þeir hafa reynt að samstilla tengilið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...