Áfengi talið „draga úr áhrifum" gigtarsjúkdóma

Neysla áfengis virðist geta dregið úr einkennum og alvarleika liðagigtarsjúkdóma á við iktsýki (rheumatoid arthritis) ef marka má niðurstöður rannsóknar sem framkvæmd var við háskólann í Sheffield í Bretlandi. Þó er sleginn sá varnagli að frekari rannsókn þurfi að fara fram til að átta sig á því hvaða áhrif áfengi hafi á einkenni gigtar.

Við rannsóknina voru sjúklingar beðnir um að skilgreiningu á drykkjuvenjum sínum. Annars vegar var rætt við 873 manneskjur sem höfðu iktsýki og hins vegar 1.004 manns án hennar. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að þeir sem drukku oftar fundu minna fyrir verkjum og bólgum í liðum. Þetta þýði þó ekki að hægt sé að setja grænt ljós á að auka drykkjuna.

Einn læknanna sagði mögulegt að verkjastillandi áhrif áfengis geti skilað sér í því að draga úr einkennum sjúkdómsins. Komið hafi í ljós munur á milli þeirra sem höfðu aldrei drukkið áfengi eða drukku lítið af því og þeirra sem drukku oftar. Tekið var fram að sjúklingarnir hafi ekki drukkið umfram hið ráðlagða hámark af 10 áfengiseiningum á viku.

Nánar á vef BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert