Öflugasta tölva heims í Kína

Móðurborðið í Tianhe-1 er væntanlega umfangsmeira en þetta.
Móðurborðið í Tianhe-1 er væntanlega umfangsmeira en þetta. mbl.is

Kínverjar hafa náð efsta sætinu í keppninni um smíði öflugustu tölvu heims. Tölvan Tianhe-1, en nafnið þýðir „Vetrarbraut,“ getur framkvæmt 2507 milljarða útreikninga á sekúndu, sem gerir hana að öflugustu tölvu heims, um það bil 1,4 sinnum öflugri en sú sem kemur næst.

Næstöflugasta tölvan er staðsett í Bandaríkjunum, nánar til tekið á rannsóknarstofu í Tennessee. Kínverska ofurtölvan er hins vegar hýst í Kínversku ofurtölvumiðstöðinni í hafnaborginni Tianjing í norðurhluta Kína. Örgjörvarnir í kínversu tölvunni eru að mestu hannaðir í Bandaríkjunum.

Jack Dongarra, tölvunarfræðingur við Háskólann í Tennessee heldur utan um opinberan lista yfir öflugust tölvur heims. Hann segir Tianhe-1 mun öflugri en aðrar tölvur sem fyrirfinnist.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Asíuland hrifsar til sín tæknikrúninni frá Bandaríkjamönnum. Árið 2002 var tölva sett saman í Japan sem bjó yfir meiri krafti en 20 öflugust tölvur Bandaríkjanna samanlagt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert