Stúlka fann sprengistjörnu

Sprengistjarna í M100 stjörnuþokunni sem gæti geymt yngsta svarthol sem …
Sprengistjarna í M100 stjörnuþokunni sem gæti geymt yngsta svarthol sem vitað er um í næsta nágrenni við okkur í geimnum. Reuters

Kathryn Gray, tíu ára gömul kanadísk stúlka, uppgötvaði áður óþekkta sprengistjörnu (supernova) þann 2. janúar síðastliðinn. Talið er að hún sé langyngst þeirra sem gert hafa slíka uppgötvun, að því er fréttavefur TIME greinir frá.

Þótt Kathryn sé langyngst þeirra sem fundið hafa sprengistjörnu þá er hún ekki sú fyrsta í fjölskyldu sinni sem gerir slíka uppgötvun. Paul Gray, faðir hennar, hefur fundið sex sprengistjörnur. David Lane, fjölskylduvinur og áhugastjörnufræðingur, hefur fundið þrjár.

Kathryn Gray býr í New Brunswick í Kanada. Hún var búin að grandskoða margar stjörnuþokur áður en hún fann nýju sprengistjörnuna. Stjarnan fékk auðkennið 2010lt og er í stjörnuþokunni UGC 3378, sem er í 240 milljóna ljósára fjarlægð frá jörðu.

Sprengistjarna (supernova) er stjarna sem er mun stærri en sólin í okkar sólkerfi. Sprengistjarna er að springa og gefur frá sér sterkt ljós.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert