Vísa ásökunum Google á bug

Reuters

Utanríkisráðuneyti Kína vísar því alfarið á bug að kínversk stjórnvöld séu að takmarka eða trufla aðgang netnotenda að Gmail-póstþjónustu Google. „Þessar ásakanir eru óviðeigandi,“ segir Jian Yu, talsmaður ráðuneytisins, á blaðamannafundi í dag.

Forsvarsmenn Google sögðu í gær að vandamál sem Gmail notendur hefðu staðið frammi fyrir væri vegna aðgerða kínverskra stjórnvalda, að því er fram kemur á vef BBC.

Netnotendur segja að herferð sé hafin á netinu þar sem Kínverjar séu hvattir til að rísa upp og mótmæla stjórnvöldum, með sama hætti og gerst hefur í Mið-Austurlöndum. Það sé því engin tilviljun að kínversk yfirvöld grípi til aðgerða til að stemma stigu við slíkum mótmælum.

Google segist ekki hafa fundið nein tæknileg vandamál hjá sér. Fyrirtækið sakar kínversk stjórnvöld um truflanir eða lokanir á Gmail-þjónustunni og að það sé látið líta út fyrir að vandinn sé hjá Google.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert