Líktu eftir gosi í Grímsvötnum

Gervihnattarmyndin sýnir hvernig öskuskýið dreifðist yfir Evrópu.
Gervihnattarmyndin sýnir hvernig öskuskýið dreifðist yfir Evrópu. NASA

Yfir sjötíu flugfélög tóku í dag þátt í æfingu til þess að búa sig undir annað öskuský sem gæti lokað evrópska loftferðarrýminu. Ár er nú liðið frá því að öskuský úr eldgosinu í Eyjafjallajökli lokaði mörgum flugvöllum í álfunni.

Í æfingunni var líkt eftir aðstæðum ef gos hæfist í Grímsvötnum þannig að öskuský myndi leggja suður yfir norðanvert Atlantshaf og Evrópu að sögn Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO).

Markmið hennar var að ganga úr skugga um að breytingar á viðbúnaðaráætlunum og verkferlum hafi skilað tilætluðum árangri ef annað gos ætti sér stað.

Þegar gosið í Eyjafjallajökli var í hámarki hafði öskuskýið áhrif á yfir 100.000 flug og átta milljón farþega. Talið er að flugfélög og ferðaskrifstofur hafi tapað um 2,5 milljörðum evra á röskununum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert