165 milljóna ára gömul kónguló

Kóngulóin var með um 15 cm langa fætur.
Kóngulóin var með um 15 cm langa fætur.

Vísindamenn telja að steingerð kónguló sem fannst í Kína sé 165 milljónir ára gömul. Fætur hennar voru um 15 cm langir.

Kóngulóin hefur verið kölluð Nephila jurassica. Talið er að vefurinn sem þetta dýr hafi framleitt hafi verið mjög sterkur. Það sem einkennir kóngulóna er öðru fremur langir fætur, en til eru kóngulær sem eru með stærri búk.

Talið hafði verið að þessi steingerða kónguló væri um 35 milljón ára gömul, en nú telja vísindamenn að hún sé mun eldri eða um 165 milljón ára gömul. Ekki er vitað hvenær dýrið varð útdautt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert