Fékk barka úr stofnfrumum

Aðgerðin var gerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi.
Aðgerðin var gerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. www.karolinska.se

Hinn 36 ára gamli Andemariam Teklesenbet Beyene er fyrsti maðurinn sem fær ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum. Beyene er meistaranemi í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands.

Aðgerðin var framkvæmd þann 9. júní á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Beyene var með krabbamein í barka og aðgerðin markar tímamót, en barkinn er búinn til úr gerviefni og stofnfrumum mannsins og því þarf ekki að bíða líffæragjafar við slíkar aðstæður.

Hætta var á því að æxli í hálsi Beyene  teppti öndunarveg hans, en enginn hentugur líffæragjafi hafði fundist, þrátt fyrir langa bið.

Þessi aðferð er talin henta börnum sérlega vel, þar sem afar fáir líffæragjafar eru á barnsaldri.

Um samstarfsverkefni var að ræða á milli lækna Karólínska sjúkrahússins, University College í London og Harvard háskóla.

Vegna þess að stofnfrumur mannsins voru í barkanum, þá var engin hætta á að hann hafnaði honum og búist er við að hann verði útskrifaður af sjúkrahúsinu á morgun.


Andemariam Teklesenbet Beyene
Andemariam Teklesenbet Beyene www.hi.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert