Fella bann á Monsanto úr gildi

Frönsk stjórnvöld máttu ekki banna erfðabreytt útsæði Monsanto. Myndin tengist …
Frönsk stjórnvöld máttu ekki banna erfðabreytt útsæði Monsanto. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Franskur stjórnskipunardómstóll hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að banna frönskum bændum að sá erfðabreyttu útsæði bandaríska landbúnaðarrisans Monsanto.

Það var franska landbúnaðarráðuneytið sem setti bannið á í febrúar árið 2008 af ótta við öryggi almennings. Strax í kjölfarið setti Evrópudómstóllinn fram efasemdir um lögmæti ákvörðunarinnar. Hefur hún nú verið felld úr gildi á þeim forsendum að ríkisstjórnin hafi ekki sannað með fullnægjandi hætti að útsæði Monsanto hafi „sérstaklega miklu hættu í för með sér fyrir heilsu manna eða umhverfið“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert