Hlýnun á „methraða“

Hnattræn hlýnun hefur haft mikil áhrif á Norðurheimsskautssvæðinu.
Hnattræn hlýnun hefur haft mikil áhrif á Norðurheimsskautssvæðinu. Reuters

Alþjóðlegur hópur sérfræðinga telur sig hafa greint „met“ í loftslagsbreytingum á norðurheimsskautssvæðinu í tengslum við hnattræna hlýnun. Sérfræðingarnir, sem eru 121 að tölu, hafa fylgst með bráðnun hafíss, hlýnun hafsins og breyttu mynstri vindátta.

Ársskýrsla „The 2011 Arctic Report Card“ sem unnin var af vísindamönnum frá 14 löndum „sýnir að umhverfisbreytingar sem slá fyrri met eru að verða á norðurheimsskautssvæðinu.

Að teknu tilliti til spáa um áframhaldandi hnattræna hlýnun þá er mjög líklegt að áfram verði miklar breytingar á komandi árum með auknum veðurfarslegum, líffræðilegum og félagslegum afleiðingum,“ segir m.a. í skýrslunni.

Meðalhiti á stórum svæðum norðurhjarans hefur hækkað um 1,5°C á árabilinu 1981-2010 og útbreiðsla hafíss í september 2011 var sú næst minnsta frá árinu 1979.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert