Íranar þróa nýtt net

Írönsk stjórnvöld neita fullyrðingum þess efnis að þau hyggist loka á netaðgang landsmanna í ágúst og bjóða þeim í staðinn upp á net þar sem einungis er hægt að fara á þarlendar vefsíður.

Þetta var staðhæft eftir birtingu viðtals við fjarskiptamálaráðherra landsins, Reza Taghipour, en ráðuneyti hans segir viðtalið aldrei hafa átt sér stað.

Í viðtalinu var haft eftir Taghipour að frá og með ágúst myndu Íranar taka í notkun „hreint internet“ þar sem ekkert aðgengi væri að vinsælum síðum á borð við Google og Hotmail og í stað þeirra ættu að koma leitarvélar og póstþjónustuforrit sem rekin væru af íranska ríkinu.

Fjarskiptaráðuneytið segir þetta vera áróður vestrænna ríkja. Engu að síður standi til að byggja upp slíkt innra net landsins og á það að vera tilbúið til notkunar í mars á næsta ári. 

Írönsk yfirvöld hafa lokað á aðgengi landsmanna að milljónum vefsíðna, sem sagðar eru vera and-íslamskar og að auki hindra þau aðgengi að netinu af og til, þyki þeim ástæða til. Til dæmis var aðgangur að vinsælum póstþjónustusíðum eins og Gmail, Hotmail og Yahoo hindraður í febrúar síðastliðnum þannig að tugmilljónir Írana komust ekki inn í tölvupósthólf sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
JEMA gæðalyftur á góðu verði
Bjóðum danskar gæðalyftur frá JEMA af mörgum gerðum CE TUV Led ljós á örmum ...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...