Kyssast í gegnum netið

Uppfinningamenn í Singapúr hafa framleitt tæki sem gerir pörum kleift að kyssast í gegnum netið. Tækið hefur fengið nafnið „Kissenger“.

Pör sem prufað hafa tækið viðurkenna að tilfinningin að kyssast með aðstoð Kissengers sé ekki alveg sú sama og þegar fólk kyssist með hefðbundnum hætti. Maður finnur samt greinilega fyrir mjúkum vörum þess sem maður er að kyssa.

Framleiðandi Kissengers segir að tækið hafi fengið betri viðtökur í Asíu en á Vesturlöndum.

En það er fleira sem tæknimenn í Singapúr eru að framleiða þessa dagana. Þar má nefna rúm sem lætur vita ef sá sem liggur í því andar ekki. Einnig hafa þeir búið til tölvuleik sem hægt er að stjórna með hugaorku. Þessi leikur er sagður góður fyrir þá sem þjást af ofvirkni.

Einnig hefur í Singapúr verið búið til forrit sem finnur mataruppskriftir út frá því sem til er í ísskápnum.

Síðast en ekki síst má nefna tækni sem gerir laglausu fólki kleift að syngja. Ekki er ólíklegt að þessi tækni eigi eftir að slá í gegn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA -
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6: 4 weeks...
07 Caddy life 1,9 dísel til sölu
5 manna dísel með dráttarkrók og þakbogum ekin 191500 km, bíll í góðu standi u...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...