Geltir menn lifa lengur en aðrir menn

Vanaðir karlmenn lifa lengur en óvanaðir.
Vanaðir karlmenn lifa lengur en óvanaðir.

Geltir menn lifa umtalsvert lengur en menn með fullar eðlishvatir, samkvæmt nýjum rannsóknum sem benda til þess, að kynhormón karla stytti líf þeirra.

Grein um rannsóknirnar birtist í dag í tímaritinu Current Biology en rannsóknin þykir gefa vísbendingar um hvernig lengja megi líf karla. Þó er sú hætta talin samfara því að láta skera á sáðrásir, að kyngeta dvíni og líkamskraftar einnig.

Rannsóknir þessar fóru fram við háskóla í Suður-Kóreu. Meðal annars var við þær kafað í ættfræðiupplýsingar um hirðmenn á tímum Chosun-keisaradæmisins á árunum 1392 til 1910. Þar kom fram, að vanaðir menn við hirðina lifðu að staðaldri 14-19 árum lengur en aðrir karlar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert